Lögfræði en ekki pólitík

Af umræðum um málið mætti ætla að það væri pólitískt mat ráðherra hvort hann staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar eða ekki.

Hið rétta er að um er að ræða stjórnsýslumál þar sem lægra setta stjórnvaldið, Skipulagsstofnun, hefur metið hvort túlka beri lög um mat á umhverfisáhrifum þannig að meta þurfi tiltekið atriði eða ekki. Þegar lagaskilningur Skipulagsstofnunar lá fyrir var ákvörðuninni skotið til umhverfsráðherra sem lagði mat á hvort að skilningur Skipulagsstofnunar á lögunum hefði verið réttur.

Ef pólitískar skoðanir ráðherra um aukna umhverfisvernd hafa ráðið niðurstöðunni þá er hún byggð á ólögmætum sjónarmiðum og er ógildanleg af dómstólum.


mbl.is Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alltaf vitað að fórna ætti Bakka fyrir Helguvík, sérstaklega út af því að Helguvík er í kratabælinu Keflavík.   Það mátti alltaf búast við því að Þórunn ætti mun auðveldara með að sýna umhverfisklærnar gagnvart Húsavík heldur en Helguvík, enda er mun meira atkvæðamagn að fá þaðan fyrir Samfylkinguna. 

Málið er það, að það er ekki sama álver og álver.  Álver á Suð-Vesturhorninu fá mildari meðhöndlun en álver úti á landi.  Mjög ströng umhverfisskilyrði eru sett um álver og aðrar stórframkvæmdir úti á landi.  Öll umhverfis- og náttúruverndarsamtök setja sig ævinlega á móti öllum framkvæmdum úti á landi og segja að verið sé að eyðileggja náttúruperlur.

Það er augljóst að Þórunn er á móti atvinnuuppbyggingu úti á landi af þessu tagi og reynir að gera allt til að tefja álversframkvæmdir á Bakka í þeirri von að ekkert verði af þeim. 

Hroki Samfylkingarinnar er slíkur, að þeim er í lófa lagið að stoppa þessar framkvæmdir.  Hrokinn felst í því að Samfó sækir aðallega fylgi sitt af Suð-Vesturhorninu en er skítt sama um fáein atkvæði frá stöðum eins og Norð-Austurkjördæmi sem skiptir Samfó minna máli.

Samfylkingin er enginn jafnaðarmannaflokkur, heldur borgarflokkur sem vill að öll uppbygging eigi sér stað á einum stað, nefnilega á Suð-Vesturhorninu. 

Þetta er "Fagra Ísland" Samfó í hnotskurn; gera á alla landsbyggðina að einu allsherjar þjóðgarði sem einungis er opinn ca. þrjá mánuði á ári, en með þjóðgarði er hægt að taka stór svæði úti á landi í gíslingu svo ekki sé hægt að gera neinar stórframkvæmdir þar.  Höfuðstöðvar þjóðgarðanna eiga að sjálfsögðu í Reykjavík undir Umhverfisráðuneytinu.

Einn reiður út í Samfó (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Einn reiður,

Svona sjónarmið þurfa að heyrast hærra og víðar. Hvað með að umbreyta vel skrifaðri athugasemd í litla blaðagrein? 

Geir Ágústsson, 1.8.2008 kl. 20:42

3 identicon

Já, Reiður, var Oddgeir ekki einmitt að segja að muni það sannast fyrir dómstólum (fari málið þangað, hef ekki fylgst með hvort það liggi fyrir), sannast að niðurstaða ráðherra sé ekki upplýst, málefnaleg, hlutlaus ofl. (meginr. stj.réttar) geti dómstóllinn ógilt hana.

 Vonum að á það reyni og dómstólar leiði í ljós hvort ákvörðunin byggist á lögunum eða pólitík.  Þeir eiga jú að vera bremsan á stjórnvöld, sjálfstæðir og óháðir.  Er Ísland óspillt réttarríki? 

S. (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband