Besta aðstoðin fyrir íbúa Norður Kóreu...

Væri að leiðtoga þess væri steypt af stóli.

Stjórnvöld þar bera ábyrgð á einum mestu mannréttindabrotum sem þekkjast í heiminum og þá er ég ekki að tala um einhver skálduð „mannréttindi“ eins og ókeypis hitt og þetta, heldir alvöru mannréttindi eins og réttinn til lífs, að vera ekki pyntaður, hnepptur í þrældóm o.s.frv.

Þá bera stjórnvöld ábyrgð á hungri sem geysar á landsmenn þegar sveiflur verða uppskeru. Ástæðan er sá sósíalismi sem iðkaður er af einræðisherra landsins, en eins og reynslan hefur sýnt er ekki hægt að skipuleggja svo flókna hluti eins og samfélag manna ofanfrá með sama árangri og ef hver ræður yfir sér.

Í dag hefur Norður Kórea hernaðaruppbyggingu í forgangi og er leiðtoga þess slétt sama hversu mörg mannslíf það kosti að byggja upp hernaðarveldi sitt.

Ég veit ekki hvað það myndi kosta mörg mannslíf að ráðast inn í landið og skipta um leiðtoga. Ég veit heldur ekki hversu mörg mannslíf það myndi spara.


mbl.is Ban lofar að aðstoða Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert...

...að þessar fréttir skuli berast EFTIR að ég fékk bumbu Frown
mbl.is Kúluvömbin óholl hjartanu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarandinn gengur laus!

Fréttir herma að hinn dularfulli ástarandi sé búinn að komast yfir nokkra Bolvíkinga. Hingað til hefur hann látið sér nægja að stara á fólk.
mbl.is Ástarandinn kominn yfir Bolvíkinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stinnir karlbloggarar

Var að kíkja á bloggin með þessari frétt um þennan stinningaraukandi smokk.

Merkilegt hvað margir karlar hafa af þessu tilefni séð sig knúna til að lýsa því yfir í fjölmiðlum (bloggi) að stinning getnaðarlims þeirra sé með besta móti.

Alveg eins og þeir haldi að framleiðsla smokksins hafi verið beint að þeirra vandamáli Wink.


mbl.is Miklar vonir bundnar við nýjan smokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmanaleiki?

Ég las í blaði í dag að þeir sem væru í sambandi finndu oft síður fyrir einmanaleika.

Hvað eru þessi pör eiginlega að gera á netinu?


Var árásin réttmæt?

Japan hóf stríðið gegn bandaríkjunum með Pearl Harbour árásunum.

Í síðari heimstyrjöldinni voru það Þjóðverjar og Japanir sem voru „vondu kallarnir“ og þurfti að sigra.

Síðan tóku við bardagar sem kostuðu gríðarlega mörg mannslíf, m.a. á eyjum eins og Iwo Jima og Okinawa.

Bandaríkjamenn höfðu að lokum tögl og haldir en Japanir neituðu ávallt að gefast upp skilyrðislaust.

Sú afstaða Japana kostaði mannslíf. Bandaríkjamenn urðu að ákveða hvort þeir réðust inn í Japan, sem hefði kostað bæði þá og Japani ótalmörg mannslíf, einkum í ljósi þess að Japanir beittu sjálfsmorðsárásum og höfðu sýnt það að þeir börðust til síðasta manns. Jafnhliða þessum kosti var að leyfa Sovétmönnum að ráðast inn í Japan en sá kostur hefði fráleitt sparað nein mannslíf.

Hinn kosturinn var að neyða þá til uppgjafar með kjarnorkuárás. Þessi kostur hafði í för með sér mikið mannfall en færð hafa verið rök fyrir því að mannfallið hefði verið mun meira ef barist hefði verið til þrautar.

Til eru menn sem halda því fram að kjarnorkuárásirnar á Japan hafi verið sú leið sem leiddi til missis fæstra mannslífa og sé þar með réttmæt. Ekki veit ég neitt um mögulega tölu látinna og læt mér fróðari mönnum að spá fyrir um það.

Ef við gefum okkur að ekki hafi verið í stöðunni annað en skilyrðislaus uppgjöf Japana, líkt og skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja, og að kjarnorkuárásirnar hafi leitt til þess að færri létu lífið en í bardögum sem unglingsdrengir þjóðanna ellegar hefðu þurft að heyja tilneyddir, getur þá verið að kjarnorkuárásirnar hafi verið réttmætar?

Ég held að ef hernaðarlega mögulegt hefði verið að gera einhverskonar sýningasprengingu og hóta því að beita henni á Japan ef þeir gæfust ekki upp innan ákveðins frests, þá hlýtur sá kostur a.m.k. að hafa verið réttari en að fara beint í sprengjurnar ef mælikvarðinn á réttmæti ákvarðanna í stríði er að spara mannslíf. Hér er þó athyglisvert að minnast þess að Japanir ákváðu að gefast ekki upp eftir fyrri sprengjuna Hirosima sem var þann 6. ágúst 1945 og ekki heldur eftir sprengjuna 9. ágúst. á Nagasagi. Uppgjöfi Japana kom ekki fyrr en 2. september. Það bendir því ekkert til þess að aðvörun hefði haft nokkur áhrif á Japansstjórn. 


mbl.is Kjarnorkuárásarinnar á Nagasaki minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofbeldisfull andlit

Það væri fróðlegt að sjá rannsókn um hvort ofbeldishneigð eigi sér fylgni með einhverjum andlitseinkennum.


mbl.is Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og jafnrétti

Það er nefnt í fréttinni að karlar sitji á hakanum í menntakerfinu. Hér á Íslandi hefur verið nefnt að mun fleiri konur séu í háskólanámi og menn velta mikið vöngum yfir þessu.  Lykilorðið hér er jafnrétti en ekki blaðurnefnd á kostnað skattgreiðenda. Ef ríkið rekur skóla eiga að vera almenn skilyrði fyrir skólagöngu, punktur. Það er t.d. hvorki réttur né hagsmunir neins karls að hlutfall kynja í háskólum sé svipað. Það kann hins vegar að vera réttur hans og hagsmunir að honum sé ekki mismunað á grundvelli kyns ef hann vill ganga í skólann. Það er einmitt það sem jafnrétti snýst um, sömu leikreglur fyrir alla, en ekki endalausar undantekningar og ívilnanir.

 


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir af rannsóknum

Ef niðurstöður rannsókna verða þannig að þær grafa undan einróma áliti vísindamanna um hlýnun andrúmsloftsins er þá betra að vita ekki niðurstöðuna?

Er einróma álit vísindamanna meira virði en sannleikurinn?

Al Gore nefnir réttilega að olíufyrirtæki hafi hagsmuni af tilteknum niðurstöðum um málið. Hann gleymir hinsvegar að nefna að þúsundir vísindamanna og stofnanna víða um heim hafa hagsmuni af gagnstæðum niðurstöðum, þ.e. að allt sé að fara til fjandans í umhverfismálum.


mbl.is „Skoðanir sáralítið skiptar“ meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er rétt og hvað er rangt?

Stundum í þessu bloggi tala ég um háttsemi sem ég fullyrði að sé rétt eða röng. Ég hef verið spurður að því hver ákveði hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Mig langar fyrst að taka það fram að ég er þeirrar skoðunar að réttmæti hegðunar ráðist ekki af því hvort hún sé lögmæt eða ólögmæt heldur ræðst sú háttsemi alþingismanna, að samþykkja tiltekin lög, af því hvort lögin séu réttlát eða ranglát. 

Ég veit ekki hvort til sé algildur mælikvarði á því hvort sérhver háttsemi sé röng eða rétt. Eina sem ég treysti mér að fullyrða um er að það er alltaf rangt að beita þá ofbeldi sem engum hafa gert nokkurt mein. Þeir sem eru ósammála þessari forsendu eru óhjákvæmilega ósammála fullyrðingum mínum um rangláta hegðun.

Af forsendu minni, um að ofbeldi sé rangt, leiðir að þvinguð afskipti (oft í formi banna og refsinga) af sjálfráða og andlega heilbrigðum einstaklingum, s.s. vegna opnunartíma verslanna, fíkniefna, verslunar, innflutnings á landbúnaðarvörum, vændis, ýmissa löggildinga sem skilyrði fyrir atvinnustarfsemi og fjárhættuspila, séu siðferðislega röng.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband