17.12.2008 | 11:30
Mótmælendur notaðir sem myndefni
![]() |
Lítill munur milli landssvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2008 | 13:36
Píslarvættir?
Það er eitt varðandi þessi mótmæli, ekki þessi sérstaklega heldur almennt, sem mér finnst athyglisvert.
Það er það þegar fólkið er sífellt að nota orðið skríll yfir sjálft sig, aðallega að taka fram að það sé ekki skríll.
Ég hef persónulega ekki heyrt neinn málsmetandi mann kalla mótmælendurna skríl. Það þó má vel vera að einhver hafi kallað einhverja mótmælendur skríl, mögulega þegar lögregluþjónn var sleginn, þingvörður hlaupinn niður í gólfið, eggjum kastað í Alþingi Íslendinga, málningu slett á Seðlabankann eða lögreglustöðin brotin upp með slagbrandi. Slík ummæli hafa þá farið framhjá mér.
En þetta eilífa tal um að við erum ekki skríll, eins og taka þurfi það fram sérstaklega, finnst mér bera vott um létta píslarvættisblæti.
![]() |
Vilja ríkisstjórnina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2008 | 17:02
Hvað er lýðræði?
Unglingar eru áhrifagjarn hópur.
Undanfarnar vikur hefur gjammið í lýðskrumurum fengið að gjalla svotil óáreitt í þjóðfélagsumræðunni. Á milli þess sem menn tala sig þreytta í myndlíkingum um skipstrand og skipstjóra í brú (og reyndar nær alls þess sem gerist í tengslum við sjómennsku), þá má greina þá skoðun að það sé lýðræðislegt að skipta um ríkisstjórn af því að hávær hópur segir að hún beri ábyrgð á þeim hörmungum sem lágværari menn halda fram með rökum að alþjóðlega lausafjárskreppan, réttilega innleiddar EES-reglur og áhættusamar aðgerðir einkahlutafélaga orsökuðu af nær öllu leyti.
Að trufla störf Alþingis af því að ekki er komið til móts við tiltekið pólitískt baráttumál er einn sá ólýðræðislegi gjörningur sem til er.
![]() |
Þingfundur hafinn á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2008 | 11:21
Vísindaskáldskapur
Ég las vísindaskáldsöguna The Trancendence eftir Steven Baxter um daginn þar sem mannkynið hafði þróað með sér þann eiginleika að deyja ekki ellidauða. Þar voru hnettir Vetrarbrautarinnar fullir af fólki sem var einhver hundruð þúsunda ára gamalt. Í þeim heimi var gríðarlegri orku varið í að fyrirbyggja hina ólíklegustu hluti í bókstaflegri merkingu. Meðal annars voru geysiöflug vopn til að eyða loftsteinum og halastjörnum.
Ástæðan fyrir því að menn munu ekki leggja í gríðarlegan kostnað af svona aðgerðum er í fyrsta lagi sá að stjarnfræðilega litlar líkur eru á að svona hendi á lífstíð nokkurs einstaklings eins og mannkynið er í dag. Einstaklingum hættir til að hugsa fyrst og fremst um eigin velferð og allra nánustu niðja og þess vegna er ekki miklum lífsgæðum fórnað í að byggja svona varnir. Í öðru lagi þá myndi fólk í dag tapa mun færri væntum ólifuðum árum en þeir sem t.d. myndu ekki deyja ellidauða og því ekki hundrað (milljón ára) í hættunni ef lofsteinn bankaði upp á á morgun.
Ef planið er að bjarga mannkyninu frá mögulegri útrýmingu væri eflaust ódýrara og öruggara að vinna að því að koma upp sjálfbærri mannabyggð á tunglinu eða mars í stað þess að treysta á að einhver ofurvopn bjargi okkur frá hverskonar loftsteinum eða halastjörnum. Ég legg til að menn sýni smá metnað í þessu!
![]() |
Komið verði í veg fyrir árekstur smástirna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2008 | 23:17
Valdaráni hótað - hvar eru hvítliðarnir?
Úr ræðu laganemans frá HR:
"Friðsamleg mótmæli henta vel á friðartímum en hér hefur verið gerð árás á grunngildi þau sem stjórnarskrá landsins ver og það jafngildir stríðsyfirlýsingu gegn fólkinu í þessu landi. Því segi ég; ríkisstjórnin fær EINA viku til þess að boða til kosninga og viðurkenna getuleysi sitt til að leiða okkur út úr þeim hörmungum sem hún hefur komið okkur. Að öðrum kosti þá fyllum við fólkið í landinu þingið, stjórnarráðið og ráðherrabústaðina og berum þá út sem ábyrgir eru! Ég tel slíka aðgerð ekki vera brot á lögum og reglu í ljósi þeirrar aðfarar sem gerð er að réttarríkinu og lýðveldinu Íslandi um þessar mundir!"
Þessi orð tóku þúsundir manna undir með fagnaðarlátum sínum. Síðan gekk hluti hópsins í átt að lögreglustöðinni að Hverfisgötu og hóf að taka lögin í sínar hendur með því að brjóta upp hurðina á lögreglustöðinni þegar þeim fannst ekki nógu hratt brugðist við kröfum sínum um að láta handtekinn mann lausan úr haldi. Lögfræðilegur ágreiningur var um réttmæti ákveðinnar handtöku eins og gerist reglulega þegar þvingunaraðgerðum lögreglu er beitt og er þá yfirleitt leyst úr slíku í réttarkerfinu en ekki með árásum á lögreglubyggingar.
Nú er ekki langur tími þangað til þessi einnar viku frestur rennur út og búast má við að hótuninni um valdarán verið framfylgt og að sama fólk fari að ráðast inn í Alþingi og " ráðherrabústaði" til að fjarlægja þar óæskilega ráðamenn.
Ég hef mikinn áhuga á að vita hvort lögreglan hafi gert ráðstafanir til að stöðva boðað valdarán. Er ekki kominn tími til að safna hvítliðum á nýjan leik eða hefur lögreglan nægan mannafla?
![]() |
Óánægð með ræðu á heimasíðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.11.2008 | 21:50
„Étt'ann sjálfur“
Getur einhver sagt mér hvað Steingrímur átti við þegar hann sagði þetta við Björn?
Hvað þýðir þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 21:47
Djörf afstaða Bretlands
Hvers vegna í ósköpunum þarf breska ríkisstjórnin sérstaklega að taka fram að hún fordæmi þetta fjöldamorð? Ætli það hafi farið fram miklar umræður innan hennar um hvern af þremur kostum hún ætti að velja, þ.e. að styðja árásirnar, lýsa yfir hlutleysi eða að fordæma þær.
![]() |
Árásir í Bombay fordæmdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 23:53
Vinstrislagsíðan á RÚV
Heyrði 22.00 fréttir á RÚV þegar ég var að keyra áðan. Þar var sagt frá þessari atkvæðagreiðslu án þess að minnast á að enginn stjórnarliði hefði greitt með tillögunni en að einn stjórnarandstæðingur hefði greitt á móti henni.
Velti því fyrir mér hvort sama þögn hefði ríkt ef einhver úr stjórnarliðinu hefði greitt atkvæði með tillögunni.
Í sama fréttatíma var spilað hér um bið eina púið sem heyrðist við fjölmörgum svörum ráðherra á fundi um kvöldið og tekið fram af fréttamanni að áheyrendur hefðu greinilega verið ósáttir við svör ráðherrans.
![]() |
Vantrauststillaga felld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2008 | 19:57
Líkingamál
Það er kominn tími til þess að einhver segi það.
Hvað er málið með umræðuna á Íslandi um efnahagsmál. Sama hvort það er á útifundum, í sjónvarpsviðtölum eða þakkarræðum á Edduverðlaunahátíðum.
Endalausar bannsettar líkingar.
Um 90% af tíma þeirra sem tala um þessi mál fer í að röfla um allskonar myndlíkingar á því að ríkisstjórnin, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Seðlabankinn eða Fjármálaeftirlitið hafi ekki staðið sig og að ráðherrar eða æðstu menn ríkisstofnanna eigi að víkja þar sem kreppan hafi skollið á á þeirra vakt og þeir ekki gert eitthvað í því eða tekið ábyrgð á ástandinu.
Það er semsagt verið að röfla endalaust í kringum það að Davíð Oddsson og Geir H. Haarde eigi að víkja eða boða eigi til kosninga. Heldur þetta fólk að við almenningur skiljum ekki hvað sé verið að segja nema með því að hlusta á langar líkingasögur af skipum, skipstjórum, bátslekum, hásetum, öldubrimum, þjóðvegum, rútum, bílstjórum, farþegum, hestum, ám og öðru bölvuðu rugli.
Ég held að þetta sé vegna þess að flestir sem tjá sig um þetta hafa ekki hundsvit á því hvað hefur gerst eða er að gerast og geta ekki látið nægja að segja eina setningu: Það er allt í fokki og ég hef ekki hugmynd um af hverju og til þess að eitthvað verði gert eiga allir sem hafa ráðið einhverju að víkja og boða til kosninga. Eða: Það er ekki ráðlegt að breyta um stjórn rétt á meðan verið er að leysa þessi verkefni en rannsaka á málið og kjósa þegar um hægist. Merkingin á þessum sjónarmiðum verður ekkert skýrari þótt við hlustum á lærða fyrirlestra um að skipta verði um skipstjóra í brúnni eða að ekki megi skipta um knapa í miðri á.
Afsakið hvað ég er pirraður af litlu tilefni.
Mér líður eins ær sem þolir ekki jarmið í hinum ánum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 21:24
Er þetta frjálshyggjunni að kenna?
Margir hafa stigið fram undanfarið og sagt að frjálshyggjan væri dauð. Gott og vel, en hvaða hugmyndafræði er það sem er dauð?
Hugmyndafræði frjálshyggjunnar snýst ekki um peninga eða hagfræði heldur siðferði. Útgangaspunkturinn er sá að hverskonar ofbeldi sé ólíðandi. Skiptir þá engu hvaða einstaklingur það er sem beitir annan mann valdi. Það skiptir heldur engu hvort einstaklingurinn beiti ofbeldi í félagi við aðra eða hvort ofbeldinu sé gefið grænt ljós með lagasetningu fulltrúa meirihluta landsmanna. Eins skiptir það ekki hvort þolandinn er einn maður eða hópur manna. Ofbeldi er í öllum tilfellum siðlaust. Hefur þetta verið orðað á þann hátt að öllum eigi að vera frjálst að gera það sem þeir vilja svo lengi sem þeir brjóti ekki gegn réttindum annarra manna.
Samkvæmt frjálshyggjunni er samningsfrelsið sérstaklega mikilvægt því frjálsir samningar eru aðeins ein útfærslan á frjálsum og friðsömum samskiptum fólks. Lögmálið um samningafrelsið er hið sama á milli tveggja einstaklinga og á milli stórra fyrirtækja þar sem fyrirtæki eru aðeins fulltrúar eigenda sinna sem eru á endanum einstaklingar.
Í samningafrelsinu felst að enginn er skuldbundinn til nema hann kjósi svo. þeir sem ganga til samninga taka áhættuna af því hvort þeir treysti viðsemjanda sínum en geta krefið hann um ábyrgðir fyrir efndum, t.d. með veði í eignum eða ábyrgðaryfirlýsingum annarra en viðsemjandans.
Í þessu ljósi er fjarstæðukennt að kenna frjálshyggjunni um það ef lögum er þannig háttað að aðrir en Landsbankinn og þeir sem sömdu við hann um að geyma peninga á ákveðnum vöxtum geti orðið ábyrgir vegna þess að Landsbankinn gat ekki staðið við samninginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)