Mikilvægt mannréttindamál

Ég hef lengi stutt réttindabaráttu samkynhneigðra og fagna því sérstaklega að sjónarmið þeirra varðandi heilbrigðisþjónustuna fái nú aukið vægi með tilkomu svokallaðra fagráða.


mbl.is Forstjóri Landspítala í fagráð á Bifröst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjálkinn

Frá lýðræðislegu sjónarmiði hef ég meiri áhyggjur af því að risafjölmiðillinn RÚV sé í eigu ríkisins en að einhver einkaaðili sé líka að reyna að miðla einhverju til fólks í því mjög svo takmarkaða svigrúmi sem RÚV skilur eftir.

Það er skrýtið að menn hafi áhyggjur af því að einn maður geti átt alla einkarekna fjölmiðla í landinu á meðan það er raunhæfur möguleiki á því að án aðkomu hans myndi blasa við gjaldþrot og því gæti staðan raunverulega orðið sú að aðeins einn aðili í landinu miðli upplýsingum til fjöldans, þ.e. ríkisvaldið.

Sérstaklega ef eitthvað er að marka kenningar um að fjölmiðlar séu „fjórða valdið“ sem hafi því „hlutverki“ að gegna að vera fjórða valdið, þ.e. að gagnrýna og veita ríkisvaldinu aðhald.

 


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auður Pan

Sé ekki betur en hún gangi undir þessu nafni þarna ytra. Vona að það tengist ekki Pan-hópnum á nokkurn hátt.
mbl.is Ásdís Rán fékk 10 síður í Maxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmar er besti spyrill Íslands

Ekki finnast mér það stórar fréttir að gamall maður úti í bæ vilji hafa drottningaviðtöl og e.t.v. láta ráðherrana samþykkja spurningarnar sólarhringi fyrir viðtal.

Hins vegar fannst mér Sigmar afar góður í þessu viðtali og fór alltaf í kjarna málsins þegar reynt var að tala í kringum hann. Slíkt er alltof sjaldséð hjá íslensku fjölmiðlafólki.

Annað fólk mætti taka Sigmar sér til fyrirmyndar og láta ekki glepjast þegar stjórnmálamenn nota frasa eins og „það má alltaf deila um....en aðalatriðið er að...“ þegar þeir víkjast undan að svara erfiðum spurningum um afmarkað atriði, þ.e. hið umdeilda. 


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikið tekst Bretum að niðurlægja Íslendinga?

Einkafyrirtæki skuldar einhverjum peninga í Bretlandi. Íslenskir embættismenn sitja sveittir við að semja um hvernig íslenskir skattgreiðendur koma að því að borga skuldirnar.

Nú er ljóst að það er a.m.k. verulega umdeilt hvort íslenska ríkið sé skuldbundið að alþjóðalögum til að borga skuldir einkafyrirtækja í útlöndum.

Einnig er ljóst að Íslendingar eru búnir að taka út allan þann mannorðsskell sem mögulegur er vegna þessa máls vegna aðgerða og ummæla breskra yfirvalda. Réttast hefði verið að íslensk stjórnvöld hefðu líst því yfir að ekki yrði greidd króna umfram lagaskyldu samkvæmt dómsorði strax eftir að Darling og Brown komu fram með yfirlýsingar sínar og hryðjuverkalögunum var beitt.

Ef Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vinnur þannig að hann setur það að skilyrði fyrir aðstoð að ríki í fjárhagsvandræðum greiði stórþjóð peninga sem það skuldar því ekki eigum við að afþakka alla aðstoð og segja okkur úr samstarfi sem byggir á slíku. Af hverju er ekki nóg að lýsa því yfir að við berum mikla virðingu fyrir Bretum og Hollendingum og öllum þeim sem telja sig eiga kröfur en að útkljá verði greiðsluskylduna fyrir dómstólum hverra niðurstöður við munum að sjálfsögðu virða. Hvernig getur verið eðlilegt að ætlast til meira af íslenska ríkinu og skattgreiðendum þess?

Að lokum vona ég að ríkistjórnin og embættismennirnir sem nú véla um að greiða hitt og þetta og taka jafnvel risalán fyrir því á eftirfarandi ákvæði stjórnarskrár Íslands:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

Ég leyfi mér að draga í efa að lagaheimildin fyrir gjaldeyrisláninu frá því í vor nægi til að taka lán frá Bretum til að borga þeim eitthvað umfram lagaskyldu.

Hvað sem öllu þessu líður er ágætt að heyra að það er eitthvað lágmarkslífsmark í Geir og að hann vilji ekki láta kúga okkur. Geir lýsti því yfir í Kastljósi að hann væri andvígur því að fallast á það ef Bretar krefjast þess að við borgum þeim 200 milljarða. Ég vona að þetta mál sé honum nógu mikilvægt til að láta ekki forsætisráðherrastól sinn eða ríkisstjórnarsamstarf þvælast fyrir sannfæringu hans í þessu máli.

 


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metnaður fréttamanna

Það var mikið að stóru málin fengu umfjöllun í fjölmiðlum.
mbl.is Meiri metnað í útlit spennistöðva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Oddson er búinn að segja af sér

Úr erindi Davíðs Oddssonar formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands á ársfundi Landssambands lífeyrissjóða 18. maí 2006:

„Á fjármálamarkaði skiptir staða stóru viðskiptabankanna mestu. Arðsemi þeirra hefur verið með ágætum og eiginfjárstaðan er mjög sterk. Þetta sýna m.a. álagspróf Fjármálaeftirlitsins og mat Seðlabankans á mögulegu útlánatapi. Þessar athuganir benda mjög eindregið til þess að eiginfjárstaða bankanna sé svo sterk að hún geti staðið af sér verulegt efnahagsáfall þar sem saman færu mjög alvarlegir skellir. Fjárhagslegar undirstöður þeirra eru því styrkar. Óvenjugóð arðsemi bankanna á liðnu ári og á fyrsta fjórðungi þessa árs skýrist að töluverðu leyti af gengishagnaði og arðstekjum en jafnvel þótt þessir liðir væru undanskildir var rekstrarafkoma þeirra mjög góð.“

Viðskipti úr landi

Einn vinkillinn á þessu máli er að nú fara peningarnir til erlendra framleiðenda.
mbl.is Höfuðpaurar á reynslulausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kann það líka

OK ekki mjög fyndið
mbl.is Bretar kunna að skipa skiptastjóra yfir Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarleysi

Við eigum möguleika á að hætta eyða peningum í þeirri von að þurfa að eyða enn meiri peningum í þetta næstu árin.

Af hverju sýnir ríkið ekki smá lit í að spara allan óþarfa og hættir þessu strax?


mbl.is Hörð barátta um sæti í öryggisráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband