Sjálfstæður þingmaður

Hvað sem mönnum kann að finnast um þetta atkvæði Höskuldar þá ættu þeir sem kvarta mest undan ósjálfstæði Alþingis að fagna því að þingmenn virðast sumir hverjir skoða málin út sjálfstætt og kjósa útfrá því en ekki eingöngu því sem flokkurinn þeirra leggur upp með.
mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rassklipamálið

Ég vona konunnar vegna að málið verði ekki kallað stóra rassklipamálið....
mbl.is Ekki sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfnum óskynsemi

Það er engin réttlæting fyrir því að banna hvalveiðar umfram aðrar veiðar sem ekki leiða til útrýmingar.

Ef það leiðir til einhverra króna taps að Vesturlandabúar, heilaþvegnir af pólitískri rétthugsun, hætta við að eyða aurum hérna, þá er það vel þess virði til þess að Íslendingar geti verið útverðið heilbrigðrar skynsemi í þessu máli.

Síðan ítreka ég það sem ég hef sagt að það er fráleitt að gera það að skilyrði fyrir atvinnurekstri að einkaaðili sanni fyrst að hann geti hagnast á framtaki sínu, eins og Einar K. gerði einu sinni að skilyrði fyrir því að leyfa hvalveiðar og vona að fallið hafi verið frá því. Með svipuðum rökum mætti banna starfsemi flestra svonefndra sprotafyrirtækja áður en þau fengju að spreyta sig.

 


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagt hald á hnakka

Óvíst er af hverju allir hnakkarnir voru saman komnir í hesthúsinu eða af hverju lögreglan lagði hald á þá en talið er víst að dagskrá FM957 muni raskast við þessar aðgerðir lögreglu.


mbl.is Handteknar fyrir innbrot í hesthús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa óskýrleiki

Það var eiginlega ekki fyrr en eftir að Ólafur Rangar tók við forsetaembættinu sem raunverulega reyndi hvort að einkennileg ákvæði stjórnarskrárinnar um völd forseta og að ráðherra framkvæmi vald hans veittu forsetanum raunveruleg völd eður ei.

Mér finnst það bæði undarlegt ef sagt er að forseti hafi vald sem hann megi ekki nota og eins ef sagt er að ráðherra framkvæmi vald forseta en síðan framkvæmi forseti það sjálfur í stað ráðherra.

Ef endurskoða á stjórnarskránna legg ég til að skerpt verði á öllu orðalagi og menn taki afstöðu hver völd forseta eigi að vera og orði stjórnarskránna þannig að ekki þurfi að velta því fyrir sér hvort forseti eigi að gera tiltekna hluti eða ráðherra.


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig stjórnarhætti vill Samfylkingin?

Samkvæmt fréttum og viðtali við Ingibjörgu áðan má ráða að það sé skilyrði áframhaldandi samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn að bankastjórar Seðlabankans víki.

Ef það reynist rétt þá virðist Samfylkingin vilja annað hvort tveggja:

1)Að Sjálfstæðisflokkurinn hafi bein ítök í bankastjórunum og geti og eigi að segja þeim að víkja ef þeim sýnist svo - semsagt að bankastjórarnir eigi ekki að taka sínar ákvarðanir sjálfir og vera sjálfstæðir og óháðir stjórnmálamönnum.

2)Að forsætisráðherra taki stjórnvaldsákvörðun um brottvikningu tiltekinna opinberra starfsmanna án áminningar. Verulegar líkur eru á því að slík ákvörðun teldist ólögmæt ef á reyndi fyrir dómi.


mbl.is „Þurfum öfluga starfsstjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg vopn

Það er athyglisvert að sjúkraliðinn virðist tengja réttmæti notkunar hættulegra vopna að hluta til við það hvort ríkisstjórnin hætti áður en næstu stjórnarskrárbundnu kosningar verði eða ekki. Var ekki nóg að benda á hversu hættuleg vopnin eru saklausum mönnum?


mbl.is Hættið að kasta sprengjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið raunverulega misrétti

Í gær labbaði í vinnuna um kl. 9 um morguninn. Þá var fólk að skvetta málningu á stjórnarráðið. Um kl. 12 fór ég svo í hádegismat og þá voru verktakar að hreinsa málninguna.

Hver ætli borgi reikninginn - þeir sem eru að vinna eða þeir sem eru að mótmæla?

-----

Mótmæli eru oft kölluð friðsamleg af fjölmiðlum jafnvel þótt þau valdi skattgreiðendum tjóni, t.d. með auknum kostnaði við þrif, löggæslu, eignaskemmdir og fleira. Frá sjónarhóli skattgreiðandans, sem ríkisvaldið beitir sjálfskipuðum einkarétti sínum til ofbeldis (refsingum) til að knýja á um skattskilin, þá er nákvæmlega ekkert friðsamlegt við mótmælin. Þau valda því einfaldlega að peningar eru teknir af viðkomandi í skjóli valds til að borga fyrir skemmdarverk sem lögregla horfir upp á án þess að reyna að draga tjónvaldinn til ábyrgðar. Ef einhver hefur rétt á að vera reiður yfir þessu öllu saman þá er það hinn almenni launamaður sem er að reyna að nurla saman fyrir lánunum og mat handa fjölskyldu sinni.   


Á dauða mínum átti ég von...

...fremur en að vera sammála næstu ályktun ungra vinstri grænna.
mbl.is Ung vinstri græn fagna niðurskurði við þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnræði takk

Ég hlustaði á tvo talsmenn mótmælendanna í Fjármálaeftirlitinu í morgun hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi sögu beint í kjölfarið á mótmælunum. Þegar talið barst að eignaspjöllum á eigum ríkisins, þ.e. rúðubroti, þá orðaði annar þeirra það þannig að mótmælendurnir hefðu bara verið að banka og því miður hefði rúðan verið svo veikburða að hún gaf eftir.

Ekki veit ég hvers vegna mótmælandinn var að segja ósatt eins og myndirnar sanna. Varla var hann að fara með það í flimtingum að valda ríkissjóði jafnvel hundruða þúsunda króna tjóni, sem velt verður yfir á skattgreiðendur á sama tíma og verið að mótmæla því í hvaða skuldastöðu ríkissjóður sé kominn í.

Nú hefur ríkið þurft að standa í ýmsum kostnaði vegna skemmdarverka mótmælenda undanfarið. Allt frá þrifi á eggjaklessum á Alþingi til þess að þurf að kalla til fagmenn til að skipta um heilu rúðustæðurnar. Þetta er því miður ekki ókeypis. Þetta hefur flestallt náðst á myndband en hafa einhverjir verið yfirheyrðir vegna þessa?

Mér finnst kominn tími til að dustað verði rykið af jafnræðisreglunni og að allir menn fái sömu meðferð í réttarkerfinu fyrir eignaspjöll óháð stjórnmálaskoðunum. Annars hljóta allir að áskilja sér rétt á að brjóta nokkrar rúður refsilaust ef þeir eru t.d. á móti landbúnaðarstyrkjakerfinu, kvótakerfinu, of háum sköttum, of mikilli einkavæðingu, of mikilli ríkisvæðingu eða hvað það er sem hver og einn telur að hjá hinu opinbera.

 

 


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband