Færsluflokkur: Bloggar
27.9.2007 | 11:27
Japanskur ljósmyndari
Í hvert skipti þegar Japani fellur á erlendri grund er heimurinn einum ljósmyndara fátækari.
![]() |
Japanskur ljósmyndari lést í átökunum í Myanmar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2007 | 09:12
Hvað er málið?
Ég finn mig knúinn til að leggja orð í belg um íslenskukunnáttu þjónustufólks.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá gildir hér sama prinsipp og með reykingar í einkafyrirtækjum, t.d. veitingastöðum. Ef þú ert ósáttur við reykingar/tungumálakunnáttu á viðkomandi stað þá er ekkert að því að fara út á þeim forsendum. Í umræðunni er talað eins og það sé eitthvað slæmt eða móðgun við starfsmann ef viðskiptavinur yfirgefur verslun á þessari forsendu. Þvert á móti er þessi háttsemi mjög gagnleg til þess að sumir þjónustuaðilar sjái hag sinn í að mæta þörfum þessara viðskiptavina. Í tilviki hinna reyklausu þurfa þeir sem vilja þjónusta þann hóp bara að banna reykingar hjá sér. Í tilviku íslenskuunnendanna með fjárfestingum, annað hvort í íslenskukennslu starfsmanna eða ráðningu Íslendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 09:08
Reykingar eru hollari...
...en fasismi.
Höfundur ókunnur (mér).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 16:08
Nú aukast innbrot og vændi
Aðgerðir lögreglu munu líklega hafa í för með sér aukningu afbrota og vændis. Af hverju? Af því að þegar framboð á einhverju er minna en eftirspurn hækkar verðið.
Hörðustu dópistar eru ekki neytendur sem eru næmir fyrir verðhækkunum. Þeir leita því allra leiða til að fjármagna kaupin í stað þess að hætta neyslu. Eins og allir vita þekkist það að fíklar fjármagni neyslu með innbrotum og vændi þegar þá skortir fé.
Þetta er engin heimsendaspá heldur bara kommon sens.
![]() |
Lögregluaðgerðum að mestu lokið í Fáskrúðsfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 15:45
Fíkniefnavá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2007 | 11:47
Af yfirtökum og samrunum í skemmtanabransanum
Rekstraraðilar hins goðsagnakennda skemmtistaðar Ömmu Lú hafa nú keypt rekstur Barsins á laugavegi.
Áformað er að taka það besta sem hvor staður hafði upp á að bjóða og nefna staðinn því smekklega nafni Amma lúbarinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 08:59
Terían á LSH
Ég fór á Landspítala-háskólasjúkrahús um helgina. Þurfti bæði að koma við á deild örverurannsókna þar sem ég var með vírus og bakdeild þar sem ég var með eitthvað tak í bakinu.
Eftir þessi herlegheit þurfti ég á hressingu að halda og fór á kaffireríuna sem er staðsett að baka til á spítalanum. Svo skemmtilega vildi til að um var að ræða sameiginlega kaffiteríu bakdeildar og örverudeildar.
Nafnið á henni fannst mér þó frekar óaðlaðandi; Bakterían.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2007 | 17:49
Góðir veðurguðir?
Í myndatexta segir að veðurguðirnir séu óvenju snemma á ferðinni í Vík.
Ef kuldi og rok er það sem veðurguðirnir koma með sér þá vil ég vera heiðingi í veðurfarslegu tilliti.
![]() |
Hálka og hvassviðri í grennd við Vík í Mýrdal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 13:47
Hvert fóru verðmætin?
Bæjarins beztu afsöluðu sér allri innkomi af sölu heillar helgar. Það eru einhverjar milljónir. Meirihlutinn fór í maga biðraðafúsra bæjarbúa. 306 þúsund fór í Konukot.
Ég var að velta því fyrir mér þegar ég sá tugi eða hundruð bíða eftir pulsu að fólk myndi eflaust taka tilboðinu jafn fegins hendi ef máltíðin kostaði 100 eða 50 krónur. Þá hefði Konukotið líka fengið margfalt meira.
En þetta voru bara hugleiðingar og engin tilætlunarsemi í mér gagnvart pulsusalanum enda auðvelt að vera vitur eftirá. Eftir stendur að pulsusalinn gaf mikið af sýnu, hver svo sem naut mest góðs af því.
![]() |
Pylsur og kók fyrir 30.554 tíkalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.9.2007 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2007 | 14:37
Rangar forsendur
Ég er sammála þeirri gagnrýni að ákvörðun um að banna atvinnu fólks eða ekki geti ekki byggst á því hvort atvinnustarfsemin sé arðbær að mati stjórnvalda.
Þá er af tvennu illu meiri skynsemi í að banna veiðar af því að manni finnist hvalir svo gáfaðir.
Ætli tívolí hafi verið bönnuð á Íslandi eftir að ævintýrið í Hveragerði gekk ekki upp um árið?
![]() |
Bandarísk blaðakona gagnrýnir hvalveiðistefnu Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)