27.11.2007 | 16:58
Rannsóknir takk
Feministar tala mikið um rannsóknir. Það væri gaman að sjá eina slíka þar sem borið væri saman hlutfall karla sem mæta í fjölmiðla af þeim beðnir eru að koma við sama hlutfall hjá konum. Hingað til hefur maður heyrt fjölmiðlamenn kvarta yfir því að erfitt sé að fá konur í viðtöl. Svo virðist sem feministar hafi staðfest það með framgöngu sinni.
![]() |
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.11.2007 | 15:45
Að skipta velferðinni
Lífskjör byggjast á fleiri þáttum en peningum, s.s. fjölskyldu og vinum.
Það er hins vegar erfitt að skipta fjölskyldum og vinum á milli landsmanna.
En væri peningunum alltaf skipt jafnt á milli allra eftir að þeirra væri aflað, hver ætli myndi þá vilja leggja á sig aukaerfiði fyrir þá? Ætli flestir myndu ekki bara velja að vera heima hjá fjölskyldunni allan daginn ef laununum yrði alltaf deilt í 300.000?
Þessu þurfa þeir þingmenn að svara sem segja ljóst að velferðinni hér á landi sé ekki jafnt skipt og að mikið sé ógert í að jafna lífskjör innanlands.
![]() |
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)