Að skipta velferðinni

Lífskjör byggjast á fleiri þáttum en peningum, s.s. fjölskyldu og vinum.

Það er hins vegar erfitt að skipta fjölskyldum og vinum á milli landsmanna. 

En væri peningunum alltaf skipt jafnt á milli allra eftir að þeirra væri aflað, hver ætli myndi þá vilja leggja á sig aukaerfiði fyrir þá? Ætli flestir myndu ekki bara velja að vera heima hjá fjölskyldunni allan daginn ef laununum yrði alltaf deilt í 300.000?

Þessu þurfa þeir þingmenn að svara sem segja ljóst að velferðinni hér á landi sé ekki „jafnt skipt“ og að mikið sé ógert í að „jafna lífskjör“ innanlands.


mbl.is Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að jafnvel hörðustu sósíalistarnir á Alþingi myndu ekki samþykkja algjöra jöfnun enda eru þeirra eigin tekjur yfir meðallaun.

Betra að bölva bara yfir bankastjórum og þykjast hafa hugsjón.

Geiri (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:52

2 identicon

Þetta er furðulegur texti, ef skoðaður er listi sameinuðuþjóðanna þá kemur í ljós að það eru jafnaðarlöndin sem eru í efstu sætum hvað varðar velmegun. Bandaríkin sem sumir virðast elska eru í 12 sæti, þar eru ekkert til skiptanna vegna þess að öllum er sama un nángann. Þar eru ólæsir 25 miljónir, 40 miljónir án sjúkratrygginga, hinum 260 mijónunum er sama af því þeir eru með sjúkratryggingu. 10 miljónir barna eru án sjúkratrygginga, en hvað með það, reyndar skítt með það við hin erum með sjúkratryggingar. Já burt með allan jöfnuð, eða ekki

Valsól (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Að skipta jafnt þýðir að allir fái það sama. Þannig er það alls ekki á Norðurlöndunum heldur er það miklu líkara Sovétríkjunum sem sumir virðast elska.

Oddgeir Einarsson, 30.11.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband