Vísindaleg úttekt á hinum þremur varnarkostum Íslands

Varnarkostir Íslands:

1. Vera með íslenskan her. Kostir: Uppfyllir æskudrauma margra ungra manna, auk Björns Bjarnasonar. Ókostir: Íslendingar skortir aga, hvað þá heraga.

2. Semja við útlendinga um að verja okkur. Kostir: Útlendingar deyja fyrir fósturjörðina en ekki við. Ókostir: Við munum klárlega mæta afgangi ef heimstyrjöld brýst út. Við myndum t.d. ekki bjarga Færeyjum ef við ættum í vök að verjast gegn dönskum herskipum. 

3. Búa til kjarnorkusprengju. Kostir: Það þorir enginn að ráðast á okkur og við þurfum ekki að vera með hálfa þjónina í her. Ókostir: Það er búið að lobbýa mikið gegn kjarnorkusprengjum í seinni tíð og þær þykja nú hvorki hipp né kúl. En það er líklega bara áróður sænskra vopnaframleiðenda.


mbl.is Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Sæll

Þú talar um "ókost: Íslendingar skortir aga, hvað þá heraga."

Ég myndi telja það kost við að hafa her, þá getum við skapað aga meðal íslendinga.

Júlíus Sigurþórsson, 24.4.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband