Guðjón Þórðarson

Guðjón sagði í Kastljósinu að ákvörðun sín um að leyfa Keflavík ekki að jafna hefði byggst á viðbrögðum leikmanna Keflavíkur eftir markið. 

Guðjón, ef þú rænir mann (viljandi eða óvart), þarftu þá ekki að skila þýfinu ef hann bregst ókvæða við?


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Góður punktur Oddgeir.

Gísli Sigurðsson, 5.7.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hefði viljað segja þennan sjálfur!

Haukur Nikulásson, 5.7.2007 kl. 21:59

3 identicon

Þetta er ömurleg samlíking hjá þér, þjófnaður er og verður alltaf gerður af ásetningi. Þetta mark var óvart og menn eiga ekki að bregðast svona illa við. Mér finnst ömurlegt að menn séu að reyan að afsakla hegðun keflvíkinga.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekkert hægt að afsaka hegðun Keflvíkinga, þó einhverjir eigi eftir að reyna það, enda er allur þessi farsi meira og minna til á filmum og upptökum og ekki gott að komast undan þeim.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.7.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Flottur Oddgeir.

Magnús Þór Jónsson, 6.7.2007 kl. 00:30

6 Smámynd: Arnór Bjarnason

Nennir einhver að segja mér hvað Keflvíkingar gerðu svona slæmt fyrir utan tæklingun hjá hinum óþroskaða Einari Orra. Það gerðis ekkert inná búningsklefanum.

Arnór Bjarnason, 6.7.2007 kl. 01:44

7 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Rétt hjá Vilhjálmi að þjófnaður er af ásetningi en það skiptir engu máli í þessu samhengi. Ef menn gera kröfur um fullkomnar samlíkingar þá má alveg eins spyrja: Ef A tekur hlut í eigu B (viljandi eða óvart) og B bregst ókvæða við, þarf A þá ekki að skila honum hlutnum aftur?

Oddgeir Einarsson, 6.7.2007 kl. 10:00

8 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Gaman að sjá að þessi þráður hefur snúist upp í samlíkingafræði.

Það að taka eigur einhvers og að skora mark eins og Bjarna er óheiðarlegt, a.m.k. ef ekki er bætt fyrir eftir á með því að skila hlut til þolanda eða leyfa honum að skora mark. Skiptir engu þótt háttsemin sé ólögmæt í öðru tilvikunu. Hún er alltaf óheiðarleg. Samlíking gengur einmitt út á það að taka tvö tilvik sem eru ólík að sumu leyti en lík að öðru leyti. Mér finnst sama siðferðislega skylda til þess að leyfa andstæðingi að skora mark í þessu tilviki eins og að skila aftur eigum einhvers, burtséð frá hvað sé skylt að lögum.

Oddgeir Einarsson, 8.7.2007 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband