12.7.2007 | 08:04
Litlir slökkviliðsmenn
Það má vel vera að þessi fyrrverandi borgarstjóri New York sé hinn mesti skussi. Það veit ég ekkert um. Mér finnst hins vegar dapurlegt að sjá hvernig slökkviliðsmenn borgarinnar nýta sér gríðarlega samúð og aðdáun í sinn garð í kjölfar hörmunganna 11. september 2001 til að skora nokkur stig í pólitík. Það að kenna einhverjum borgarstjórakontórista um dauða á annað hundrað manns finnst mér fyrir neðan allar hellur. Það má ekki gleyma því hverjir eru morðingjarnir hér. Jafnvel þótt borgarstjórinn sé bandarískur hvítur miðaldra karlmaður og repúblikani í þokkabót þá verðum við að gefa okkur að karlgreyið hafi gert það sem hann taldi réttast við þessar mjög svo óvenjulegu aðstæður. Þessi dagur hefur eflaust valdið honum jafn miklu ef ekki meira hugarangri en meðalmanninum. Mér finnst að þessir slökkviliðsmenn eigi að skammast sín. Þeir eru bara litlir karlar eftir allt saman.
Slökkviliðsmenn í New York gagnrýna Giuliani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það segir mikið að þeir nenntu ekki að gera þetta myndband fyrr en eftir að hann fór í forsetaframboð.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 08:41
Og hverjir eru morðingjarnir hérna?
Svenni (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 08:59
Hvaða endemis kjaftæði er þessi bloggfærsla!
Ástæðan fyrir því að þessi auglýsing er gerð og ástæðan fyrir því að hún kemur Giuliani illa er mjög einföld. Hann Giuliani hefur gert mjög mikið úr frammistöðu sinni í viðbrögðunum við hryðjuverkunum 11. sept. 2001. Hann hefur málað sig sem "Hetja borgarstjóra" og hefur hamrað á því að hann sé "Tough on terror" og að að hann sé "Americas Mayor".
Það er þessi falska ímynd sem að slökkvuliðsmenn New York borgar gagnrýna. Hann hefur hafið sig upp sem einhver hetja, þegar í augum a.m.k. sumra er ljóst að hefðu slökkviliðs mennirnir inn í WTC haft betri talstöðvar þá hefðu fleiri þeirra heyrt skipunina um að rýma seinni turninn, slökkviliðs mennirnir höfðu lengi beðið um betri talstöðvar og Giuliani stóð í vegi fyrir því.
Giuliani er meira að segja svo mikið skítseyði að hann reyndi að ljúga því upp á undirmann sinn að valið á neyðarmiðstöð New York borgar væri svona slæmt. Borgarstjórinn vildi meina að undirmaðurinn hefði tekið ákvörðunina þegar að raunveruleikinn var sá að undirmaðurinn margreyndi að útskýra fyrir borgarstjóranum að það að hafa neyðarmiðstöðina svona nálægt WTC væri hættulegt þar sem að þar hefðu áður verið framin hryðjuverk og mögulegt væri að það yrði aftur gert, því þyrfti að finna hættuminni stað. Eftir að Giuliani hafði ásakað undirmanninn um þetta í byrjun kosningabaráttunar gat þessi undirmaður sannað þetta með að koma fram með ýmis gögn.
Það er einungis einn maður sem er lítill í þessu öllu og það er borgastjórinn fyrrverandi. Það er nefnilega þannig að þegar menn hefja sig upp á stall, þá verða menn að sætta sig að vera dæmdir miðað við það. Maðurinn hefur háð alla sýna kosningabaráttu út á það að vera hetja, hann á því ekkert betra skilið en á það sé bent að hann eigi það ekki skilið.
Með von um að framtíðarbloggfærslur á þessari síðu verði boðlegar,
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 09:12
Sveinn - Morðingjarnir voru hryðjuverkamennirnir en ekki sá sem sá um innkaup á talstöðvum, jafnvel þótt svo ólíklega vildi til að það væri borgarstjórinn sjálfur.
Þórir - Ég þakka þér fyrir að leggja svona mörg orð í belg varðandi meint kjaftæði mitt. Ég verð þó að játa að ef allt sem þú segir er satt og rétt þá veist þú mun meira um málefni New York borgar en ég. Mér finnst í góðu lagi að benda á að maðurinn hafi gert mistök. Fer þó ekki ofan af því að mér finnst of langt gengið að kenna manninum um dauða fólks. Stjórnmálamenn gata alltaf varið meiri fjármunum í hluti sem lengja líf fólks en mér þætti hart að fara að tengja þá við dauða fólks. Ef þér finnst sú skoðun ekki boðleg þá verð ég að horfast í augu við það að hafa einum lesenda færra hérna ;)
Oddgeir Einarsson, 12.7.2007 kl. 22:33
Sæll og takk fyrir síðast:)
Skemmtilegt að rekast á bloggið þitt, mjög skemmtileg lesning. Eftir að hafa rennt yfir það hugsa ég að ég sé orðinn einn af fastakúnnunum....
kv
Rósa (hans Einars;)
Rósa (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.