Lýðræðið

Hér var færsla þar sem ég hafði ranglega talið Þórunni Guðmundsdóttir vera formann yfirkjörstjórnar og ég gagnrýndi að sá sem gegndi slíku embætti tjáði sig um frambjóðendur í forsetakosningum.

Þórunn var áður oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurumdæmi norður og var þetta því misskilningur og mistök mín. Ég mun varast fljótfærni af þessu tagi framvegis þótt það taki mig meiri tíma.

Vil taka það fram að ég hef miklar mætur á Þórunni og hefði að sjálfsögðu gert það þótt hún hefði verið formaður yfirkjörstjórnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þingmaður

Nei, að öllum líkindum ekki ef Ómar reyndi það aftur - húmanistar væru e.t.v. á gráu svæði. Ef anarkistar reyndu aftur að komast á þing yrðu þeir eflaust sakaðir um það sama og Ástþór núna - þar sem sá "flokkur" var jú í flestra augum slappur brandari.

Það skiptir þannig nokkru máli hver býður sig fram - en öllu máli hvað hann hefur fram að færa.

Þingmaður, 7.1.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Datt það í hug, þingmaður góður. Spurning hvort það sé hlutverk formanns yfirkjörstjórnar að taka efnislega afstöðu til frambjóðenda ef þetta snýst ekki um það að bjóða sig fram ítrekað, per se.

Fólki má alveg finnast Ástþór misnota lýðræðið en mér finnst að svo lengi sem frambjóðendur svindli ekki eða brjóti lög þá eigi nú bara að láta lýðræðið sjá um að komast að niðurstöðu.

Verð að benda á góða grein sem ég rakst á um þetta „stórmál“ á andriki.is 5. jan. sl.

Oddgeir Einarsson, 7.1.2008 kl. 14:13

3 identicon

Það er auðvitað ólíðandi að sumt fólk bjóði sig fram.  Þannig höfum við Íslendingar lengi mátt þola grímulausa misnotkun Framsóknarflokksins á lýðræðinu.  Það hafa nú margir rugludallar boðið sig fram í nafni þess flokks.  Sumir þeirra hafa jafnvel náð kjöri og hafa þá náð að misnota lýðræðið enn frekar með því að hrinda fáranlegum hugmyndum í framkvæmd.

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sæll Oddgeir.

Ég leyfi mér að gera athugasemd við þessa færslu þína því þú sleppir að láta það koma fram, sem skýrt kom fram í umræddri sjónvarpsfrétt, að Þórunn Guðmundsdóttir hrl. er fyrrverandi formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður. Það er því ekkert ósmekklegt við það að Þórunn skuli tjá sig um annmarka á framkvæmd forsetaframboðs 2004. Hér á landi er sem betur fer ennþá bæði tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi.

Í viðtalinu 4. janúar sl. bendir Þórunn á að staðlað eyðublað vegna forsetaframboðs vanti. Því hefðu fjölmargir skrifað undir stuðning við einstakling sem bauð sig fram 2004, haldandi að þeir væru að skrifa undir stuðning við frið. Hún benti einnig á að fjöldi stuðningsmanna við væntanlegan forsetaframbjóðanda er sá sami nú og fyrir 60 árum þótt þjóðin sé tvöfalt fjölmennari nú en þá. Ég hvet þig og aðra sem hafa skrifað hér athugasemdir að horfa á allt viðtalið við Þórunni sem er að finna á slóðinni: http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=1fa1aefb-8bfb-4814-a257-335867a67dd4&mediaClipID=cb527c20-2c9a-4607-8472-ff7d6d2a8e01. Ég er hjartanlega sammála Þórunni og hef hitt marga sem segja hana með viðtali þessu hafa hreyft þörfu máli. Það er fráleitt að það skuli ekki þurfa nema liðlega 1400 manns til að komast í forsetaframboð. 

Þá finnst mér ósmekklegt hvernig þú gerir Þórunni upp skoðanir um önnur og lítið skyld mál í pistli þínum. Það er ekkert í orðum Þórunnar sem gefur þér tilefni til vangaveltna af þessu tagi. 

Kv. Dögg Pálsdóttir.

Dögg Pálsdóttir, 8.1.2008 kl. 00:25

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sæl öll,

Ég taldi Þórunni ranglega enn vera formann yfirkjörstjórnar og leiðréttist það hér með.

Færslan er í ljósi þessa í raun markleysa þar sem eini punkturinn minn var sá að það orkaði tvímælis að formaður kjörstjórnar tjáði sig um frambjóðendur.

Af þessum ástæðum ætla ég einfaldlega að taka færsluna út og biðja Þórunni afsökunnar, hvort sem hún hefur móðgast af þessu gjammi í mér eður ei.

Oddgeir Einarsson, 8.1.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband