28.3.2008 | 14:40
Ofbeldi og skattar
Af tvennu illu, hvort er verra ofbeldi að taka skatta af fólki eða að hindra för fólks?
Ef svarið er það að ofbeldi skattsins sé verra, af hverju er þá ekki löngu búið að teppa allar götur t.d. út af tekjuskatti og útsvari, sem gleypir stóran hluta tekna fólks?
Það skiptir væntanlega ekki máli fyrir fólk hvort það fái að halda peningum eftir sem það greiðir í bensín eða bara peningum almennt sem það vinnur sér inn.
Vegi lokað við Rauðavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já! Lokum allar götur! Myndum skrúðgöngu sem mun ganga niður helstu götur Reykjavík! Mér er NÓG boðið!
Jón (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:56
Hvort tveggja er slæmt. Skattaútreikningur eins og hann er framkvæmdur í dag er mjög ósanngjarn, það er að segja að þegar er verið að skerða fólk um td barnabætur og vaxtabætur þá er miðað við heildar tekjur en ekki það sem þú færð í vasann. það hlýtur að teljast ofbeldi að gera slíkt. Ólög sem ekki eiga að lýðast. l
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, 28.3.2008 kl. 15:11
Skattur á eldsneyti og flutninga veldur meiri verðbólgu en útsvar. Og kemur verr niður á þeim sem minna fá í laun.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.3.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.