18.3.2009 | 17:19
Vefnaðarvöruverksmiðjur á Indlandi
Skyldi fólk almennt hugsa um hversu rökrétt það er að banna hlut A af því að hann tengist oft hlut B sem tengist oft hlut C?
Sagt er að nektarstaðir tengist oft vændi og vændi tengist oft mansali. Mansal er á mannamáli þrælahald á konum sem að sjálfsögðu er refsivert rétt eins og þrælahald á börnum.
Nú ber talsvert á því að börn séu látin vinna í vefnaðarvöruverksmiðjum á Indlandi og er það sannkallað þrælahald þar sem gert er út á neyð barnanna og fjölskyldna þeirra. Á af þessum sökum að banna heila atvinnugrein í landinu, vefnaðarvöruframleiðslu, eða á að banna þrældóminn og reyna að uppræta hann?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.