29.7.2009 | 09:44
Blindi fréttaskýrandinn
1. Í stefnuskrá VG sem flokkurinn boðaði í síðustu kosningum og fékk ágætis hljómgrunn hjá kjósendum segir orðrétt: Hugsanlegur ávinningur Íslands af Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.
2. Fjölmargir framámenn í VG skrifa undir yfirlýsingu þar sem formaður flokksins er kallaður ómerkingur kjósi hann með aðildarumsókn að ESB.
3. Í atkvæðagreiðslu á Alþingi greiddi forysta VG og meirihluti þingflokksins atkvæði með því að Ísland sækti um að ganga í ESB.
5. Margir kjósendur VG hætta við að styðja flokkinn.
5. Gissur Sigurðsson fréttamaður sagði í morgunþætti Bylgjunnar í morgun að meginskýringin á fylgistapi VG væri sú að flokkurinn hafi þurft að fronta erfið mál, sbr. Icesave málið. Ekki taldi fréttamaðurinn að smá viðsnúningur flokksins í smámálinu um ESB væri þess verður að nefna í þessu samhengi.
Ríkisstjórnin með 43% stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.