Rétturinn til að borga ekki fyrir ESB áróður

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Herdísi nokkra Þorgeirsdóttur. Hún fullyrti að setja þyrfti lög á Íslandi til að takmarka afskipti eigenda fjölmiðla að ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Ástæða þessa upphlaups Herdísar var það sem hún taldi vera að ritstjórinn, Ólafur Þ. Staphensen hefði verið látinn fara af því að eigendum hugnaðist ekki sú stefna sem hann stóð fyrir.

Sú ritstjórnarstefna sem hér um ræðir er áróður Morgunblaðsins fyrir því að Ísland sæki um aðild að ESB og fallist á kröfur Hollendinga og Breta um Icesave.

Hvers vegna ætti það að vera sjálfsagt mál að eigendur fjölmiðla þurfi að sætta sig við það að kosta áróður fyrir því að ríkið taki á sig Icesave skuldbindingar og gangi í ESB ef það er þeim þverrt í geð? Er ekki alveg sanngjörn krafa að Ólafur greiði fyrir slíkan áróður sjálfur eða fái að minnsta kosti einhverja sem eru sammála honum til að gera það frekar en einhverja sem eru honum ósammála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nákvæmlega. Í Bretlandi eru fjölmiðlar allajafna yfirlýst pólitískir sem er að mínu mati mun heiðarlegra en staðan hér þar sem fjölmiðlar keppast við að lýsa sjálfa sig hlutlausa þó allir viti að þeir eru það ekki. Þetta er í raun val um heiðarleika eða hræsni.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.9.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband