Innanríkismál

Þetta röfl um að engin megi skipta sér af innanríkismálum heyrist oft og ekki bara hjá einræðisstjórninni í Kína. Þetta heyrðist líka hjá Mugabe í Simbabwe (hvernig sem það er skrifað) og mörgum öðrum.

Ofbeldi er alltaf framið af fólki. Það skiptir engu hvort verið sé að pynta fanga, banna fólki að tjá skoðanir sínar, banna fólki að eiga viðskipti sín á milli, banna fólki að skoða vefsíður, banna fólki að iðka trúarbrögð, banna fólki að dansa fyrir hvert annað, myrða fólk eða hvað sem það er í hvert skiptið. Það eru alltaf einhverjar manneskjur sem taka ákvörðun um ofbeldið. 

Af hverju í ósköpunum ætti fólk (þar með talið þjóðhöfðingjar) að sætta sig frekar við ofbeldi sem er framið af ríkisstjórnum en öðrum? Afstaða kínverja í þessu máli er eins og hjá heimilisföður sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi og býsnast yfir afskiptasemi af fjölskyldumálum sínum.

Á meðan einungis tiltölum er beitt ættu þeir að prísa sig sæla með að vera ekki komið frá með valdi.


mbl.is Bush láti af afskiptasemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðarnauðgunarlög

Fyrir þá sem lesa hvatningar til nauðgana út úr Þjóðhátíðarlagi Baggalúts ættu EKKI að hlusta á lag sem Tvíhöfði sendi frá sér á plötunni Konungleg skemmtun árið 2001 er nefnist Þjóðhátíðarlag.

Hugrakkir geta nálgast lagið á tonlist.is gegn greiðlsu kr. 79 og einnig er unnt að fá 30 sekúndna tóndæmi úr laginu.

Ég gef mér að hin skeggjaða „ráðskona“ karlahóps Femínistafélags Íslands hafi misst af þessu lagi því ekki man ég eftir mikilli ólgu í samfélaginu við laginu árið 2001.


Lögfræði en ekki pólitík

Af umræðum um málið mætti ætla að það væri pólitískt mat ráðherra hvort hann staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar eða ekki.

Hið rétta er að um er að ræða stjórnsýslumál þar sem lægra setta stjórnvaldið, Skipulagsstofnun, hefur metið hvort túlka beri lög um mat á umhverfisáhrifum þannig að meta þurfi tiltekið atriði eða ekki. Þegar lagaskilningur Skipulagsstofnunar lá fyrir var ákvörðuninni skotið til umhverfsráðherra sem lagði mat á hvort að skilningur Skipulagsstofnunar á lögunum hefði verið réttur.

Ef pólitískar skoðanir ráðherra um aukna umhverfisvernd hafa ráðið niðurstöðunni þá er hún byggð á ólögmætum sjónarmiðum og er ógildanleg af dómstólum.


mbl.is Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsemi stjórnvalda

Samkvæmt lögmætisreglunni, meginreglu stjórnsýsluréttar, eiga stjórnvöld einungis að starfa samkvæmt lögum. Fróðlegt væri að vita hvaða réttarheimild knýr skattayfirvöld til þess að leggja út í þá vinnu að taka saman lista yfir opinber gjöld einstaklinga og senda út sérstaka fréttatilkynningu svo þessar persónulegu upplýsingar fari örugglega ekki framhjá neinum. 

Ef það er engin lagaheimild fyrir samantekt á þessum lista og fréttatilkynningu þá eru lítil takmörk fyrir því starfi sem önnur stjórnvöld geta tekið sér fyrir hendur upp á eigin frumkvæði og á kostnað skattgreiðenda.

 


mbl.is Kristinn Aðalsteinsson greiðir hæst gjöld á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíuleikar í hræsni?

Ljóst er að alþjóða ólympíusambandið gerir strangar kröfur þegar kemur að því að velja ólympíunefndarmenn í löndum sem keppa á leikunum. Svo virðist sem pólitískar ráðningar hafi fellt Íraka. Ég hef ekkert við þá niðurstöðu að athuga.

Athyglisvert er að bera þetta saman við kröfur til þess lands sem fær að halda leikana. Hver ætli skipi kínversku ólympíunefndina? Ætli það sé lýðræðislega kjörin stjórn sem virðir grundvallarmannréttindi eða sama einræðisstjórn og lét skriðdreka aka yfir stúdenta sem vildu tjá skoðanir sínar hér um árið og telur sig ekki þurfa að afsaka það?


mbl.is Írökum meinuð þátttaka á Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað ósáttur

Hvað ætli yndi gerast ef ríkið borgaði ekki sérstökum starfsmanni fyrir að taka þátt í samningaviðræður einstaklinga og lögaðila í þjóðfélaginu? Ætli menn myndu aldrei ná samkomulagi um neitt?


mbl.is Ríkissáttasemjari hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkindi

Hefði sofið rólegur ef þeir hefðu sagt að líkurnar væru einn á móti milljón.

Það sem mun endanlega skera út um þetta er hvort 13. apríl 2036 beri upp á föstudegi.


mbl.is Smástirni stefnir í átt til jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórblanda

Hvað á maðurinn (Beckham eða þýðandinn) við með bjórblöndu?

Ekki er hann að tala um hið séríslenska bjórlíki?


mbl.is Saknar breskrar matargerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabundinn?

Liggur fyrir að aflinn verði meiri í framtíðinni?

 


mbl.is Menntamálaráðherra setur 180 milljónir í landsbyggðarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera látinn

Ég mun hugsa mig tvisvar um næst þegar ég bið um að vera látinn afskiptalaus.


mbl.is Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband