14.2.2008 | 10:49
Húsin á Laugaveginum
Ég labba Laugaveginn nánast frá Hlemmi og niðurúr og upp aftur á hverjum virkum degi og hef gert um nokkurt skeið.
Fátt hefur verið jafndapurlegt að sjá og gömlu fúnu skúrarnir þar sem Nike búðin var.
Ég skil ekki þau sjónarmið sem oft heyrast nú í umræðunni gagnrýnislítið um að varðveita götumyndina.Götumynd er ekkert annað en orðið segir til um - mynd af götunni. Slíkar myndir eru til á söfnum og best geymdar þar en ekki á götum úti. Guð forði okkur frá því að varðveita götumynd Smiðjuvegar í Kópavogi þegar hún verður orðin antik.
Milljónirnar eða milljarðarnir sem fara úr vösum borgarbúa í að kaupa spýtnabrakið og byggja ofan á það eitthvað sem þykist vera upprunalegt eru síðan best geymdir í vösum þeirra sem unnu inn fyrir þeim - borgarbúa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.2.2008 | 13:06
Kynbundnir styrkir Jóhönnu Sigurðar
Að gera það að skilyrði að fá styrk til atvinnustarfsemi að umsækjandi sé kvenkyns hringir nokkrum bjöllum:
65. gr. stjórnarskrárinnar:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
11. gr. stjórnsýslulaga:
Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum.
Jafnvel þótt styrkir Jóhönnu væru ekki kynjamismunun þá væru þeir verulega gagnrýnisverðir þar sem þeir geta skekkt samkeppnisstöðu þeirra sem einnig starfa eða munu síðar starfa á sama markaði en fá ekki styrk.
![]() |
Styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2008 | 18:34
Vilhjálmur borgarstjóri
Það jaðrar við sparki í liggjandi mann að fara að bera í þann bakkafulla læk að gagnrýna Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa. Geri það nú samt.
Í Kastljósi á RÚV þann 7. febrúar sl. sagðist hann ítrekað hafa leitað eftir áliti borgarlögmanns varðandi umboð sitt til að gera einhvern gerning. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi verið að meina lögfræðing sem áður gegndi embætti borgarlögmanns. Samt vísaði Vilhjálmur einnig til borgarlögmanns þegar hann ræddi um álit núverandi borgarlögmanns, sem fram kom í bréfi til Umboðsmanns Alþingis.
Ég held að Vilhjálmi þyki bara leiðinlegt að vera kallaður fyrrverandi borgarstjóri og sé bara koma fram við fyrrverandi borgarlögmann eins og hann vill að komið sé fram við sig.
Vilhjálmur borgarstjóri: Þú getur notað þessa skýringu næst þegar þú ert kominn upp við vegg útaf þessum málum. Þá getur engin sagt að þú sért að ljúga.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.2.2008 | 10:55
Listamannalaun
Í tengslum við síðustu færslu um hvað megi ræða á Alþingi langar mig í dæmaskyni að ræða um listamannalaun frá ríkinu, sérstaklega þó rithöfundalaun.
Ímyndum okkur að á Íslandi væru aðeins tveir húsgagnasmiðir og ekkert væri flutt inn af húsgögnum. Dag einn ákveður ríkið að setja annan þeirra á húsgagnasmiðalaun. Sá maður getur annað hvort gefið sér lengri tíma í að smíða hvert húsgagn og náð betri gæðum eða selt það á lægra verði en hinn. Það leiðir bara beint af styrknum að öllu öðru óbreyttu.
Tilhneigingin yrði semsagt sú að húsgögn þess sem ríkið styrkti yrði ráðandi en hins víkjandi. Ríkið hefði áhrif á hvers konar húsgögn yrðu framleidd og notuð á Íslandi.
Einhverjum þykir það kannski algerlega ólíku saman að jafna að bera saman bókaskrif og húsgagnaframleiðslu. Það breytir því ekki að nákvæmlega sömu lögmál gilda um áhrif ríkisstyrkja.
Hvort húsgagnasmiðurinn og rithöfundurinn líti á sig sem iðnaðarmenn eða listamenn breytir engu um það að ríkisstyrkir jafngilda íhlutun ríkisins um hvað eigi að styrkjast og hvað eigi að veikjast í samkeppninni. Stundum hvað eigi að lifa og deyja.
Þetta er dæmi um mál sem heyrast myndu raddir um að eitthvað mikilvægara væri til að tala um ef Alþingi léti það sig varða. En viti menn, þær raddir myndu koma frá þeim sem styddu listamannalaun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.2.2008 | 10:31
Hvað má ræða á Alþingi?
Undanfarið hafa nokkur mál komið upp í samfélaginu sem sumum þykir síður mikilvægari en önnur. Sem dæmi um þetta eru litir ungbarnaklæðnaðar, starfsheitið ráðherra, sérrými fyrir reykingamenn á skemmtistöðum, handhöfn forsetavalds í fjarveru forseta og svona mætti lengi telja.
Flestir, þ. á m. ég, hafa þá skoðun að eitthvað af öllu þessu sé hin mesta fásinna og að ekki þurfi að breyta neinu. Það sem mér þykir gagnrýnivert er að gjarnan er því bætt við að Alþingi eigi frekar að eyða tíma sínum í að ræða önnur og mikilvægari mál.
Það eru afar léleg rök fyrir afstöðu í máli (þ.e. að ekki eigi að breyta neinu) að önnur mál séu mikilvægari að manns eigin mati. Vonandi þurfum við ekki að hlusta mikið meira á þessa röksemd.
Það má líka færa rök fyrir því að það sé gott að Alþingi eyði tímanum í óþarfa og minnki skaðann af almennt vondri lagasetningu sem frá því kemur. Hversu frábært væri það ekki ef umræða um orðið ráðherra kæmi í veg fyrir eða frestaði lögum um lágmarkshlutfall kynja í stjórnun einkafyrirtækja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.2.2008 | 13:47
Það fráleitasta af öllu fráleitu
Það kemur engum það við hver er í stjórn fyrirtækis öðrum en eiganda þess. Fyrirtæki eru ekki stofnanir í almannaeigu sem eðlilegt er að stjórnmálamenn véli um hvernig sé stjórnað.
Það fráleitasta af öllu fráleitu í þessu sambandi eru röksemdir í fréttinni um að fyrirtæki með konum í stjórn sé betur stjórnað vegna minni vanskila. Hverjum kemur það við öðrum en eigandanum ef fyrirtæki hans er illa stjórnað af körlum? Tapar hann þá ekki bara í samkeppninni við fyrirtæki sem stjórnað er af konum?
Svona furðulög eins og Norðmenn settu nálgast málið frá öfugum enda. Fáar konur í stjórnum hefur ekkert með fordóma að gera eða mismunun heldur þá staðreynd að konur stofna mun sjaldnar til atvinnurekstrar en karlar. Enda er hin hliðin á peningnum er sú að mun fleiri karlar en konur verða gjaldþrota eftir misheppnaðar tilraunir til atvinnurekstrar.
![]() |
Kynjakvóti bundinn í lög? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2008 | 11:40
hvað er fráleitt?
![]() |
Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2008 | 10:04
Clinton vann í New Hamsphire
![]() |
Clinton vann í New Hampshire |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 10:22
Hláturmilda fólkið í Íslandi í bítið
Það er alltaf gaman að hláturmildu fólki. Ég kættist þannig mjög yfir einlægum hlátri Heimis Karlssonar yfir ryksugusögu Gissurs Sigurðssonar fréttamanns nýverið, jafnvel þótt ég hafi ekki haft hugmynd um hvar kómígin í sögunni lá.
Fyrir þá sem nenna þá byrjar ryksugusagan þegar upptakan hér að neðan er stillt á ca. 1:14:40.
http://vefmidlar.visir.is/vefUtvarp/?channelID=BYLGJAN&programID=61446dd0-f6af-40f1-8558-b443049df917&mediaSourceID=5d92d27d-978a-4781-b951-2f06f94c336eBloggar | Breytt 9.1.2008 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2008 | 08:45
Lýðræðið
Hér var færsla þar sem ég hafði ranglega talið Þórunni Guðmundsdóttir vera formann yfirkjörstjórnar og ég gagnrýndi að sá sem gegndi slíku embætti tjáði sig um frambjóðendur í forsetakosningum.
Þórunn var áður oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurumdæmi norður og var þetta því misskilningur og mistök mín. Ég mun varast fljótfærni af þessu tagi framvegis þótt það taki mig meiri tíma.
Vil taka það fram að ég hef miklar mætur á Þórunni og hefði að sjálfsögðu gert það þótt hún hefði verið formaður yfirkjörstjórnar.
Bloggar | Breytt 8.1.2008 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)