Demó

Demókratarnir Clinton og Obama hljóma ágætlega en ég er samt ekki viss um að ég kaupi endanlegu útgáfuna?


Af hverju?

Þær upplýsingar sem mér finnst vanta í þetta eru málefnin. Hvernig ætlar Ísland að haga sér í öryggisráðinu? Hver verður munurinn á stefnu Íslands í ráðinu samanborið við Tyrkland og Austurríki?

Mér finnst að ef framboðið þarf að eiga sér stað á annað borð þá eigi það að snúast um málefni. Til hvers eru skattborgarar að borga fyrir þetta ef þeir vita ekki fyrir hvaða málefni fulltrúi þeirra eigi að standa fyrir? Og af hverju eigum við að eyða milljörðum í þetta ef það er ekki ljóst að það hefur áhrif á stefnu öryggisráðsins?

Er það af því að ríkisstjórninni finnst flott að eiga fulltrúa þarna eða af því að mögulegt er að verðlauna flokksgæðinga með því að vinna í þessu verkefni næstu árin?


mbl.is Ísland á erindi í öryggisráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skref í mannréttindaátt

Ef einstaklingum sem hafa burði til að ala upp og framfleyta fleiri en einu barni er meinað að eignast fleiri börn, þá er það mannréttindabrot. Þess vegna ber að fagna þeirri viðhorfsbreytingum innan Kommúnistaflokksins í Kína að afleggja regluna um eitt barn á hverja fjölskyldu.


mbl.is Kína slakar á fjölskyldustefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert?

Siggi Hall.


Þögli minnihlutinn tjáir sig um Eurovision

Þögli minnihlutinn hefur ákveðið að tjá sig um Eurovision og gengst þar með við því að vera plebbi.

Það sem stendur upp úr eftir lokaþáttinn er þetta:

1. Ummæli Friðriks Ómars: „Glymur hæst í tómri tunnu“ áttu væntanlega að vera tilraun til að fara rétt með málsháttinn „bylur hæst í tómri tunnu“ sem merkir að oft heyrist mest í þeim sem séu vitlausastir.

2. Friðrik Ómar tók þátt í þessari keppni í fyrra með leiðindarlagið Eldur. Þar eltist hann einnig við allar klisjur Eurovisionkeppninnar og ekki síst þeirrar stærslu, þ.e. að vera með risastórar trommur á sviðinu sem líta út eins og tunnur.

3. Þó það sé vissulega fyndið að menn noti stórar Eurovisiontrommur í fullri alvöru þá er það svona óþægilega „Office-Klovn-fyndið“, þ.e. manni líður eins og maður þurfi að slökkva á sjónvarpinu yfir því hvað persónurnar á skjánum eru að gera óstjórnlega óþægilega vandræðalega hluti. Þess vegna kýs ég frekar svona nett grín að Eurovisiontrommum þó að það sé ekki nærri því jafn fyndið og hitt.

4. Eftir keppnina í fyrra var Friðrik Ómar svo tapsár yfir því að vinna ekki að hann var með fýlusvip þegar verið var að hampa honum á sviðinu fyrir 2. eða 3. sætið, sem hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hreppti.

5. Þögli minnihlutinn mun horfa á keppnina í Serbíu og halda með Íslandi. hver veit nema honum fari að líka vel við Friðrik Ómar þegar hann verður búinn að hruna yfir lúseranna í öðrum löndum að sigri loknum. Þetta er karlmaður sem kann að vinna!

6. Þögli minnihlutinn óttast að vandræði verði með þessa keppni í Serbíu ef alltof mörg Evrópulönd verða búin að viðurkenna sjálfstæði Kosovo þegar hún hefst. Ingibjörg Sólrún, við förum nú ekki að taka einhverja Kosovo-Albana fram yfir sjálft Eurovison, kommon.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Össur?

Það væru allir búnir að gleyma Vilhjálmi og hans aðkomu að REI-málinu eða öðru klúðri ef hann hefði ekki bara „lent í því“ að segjast í Kastljósi hafa fengið álit borgarlögmanns á tilteknu atriði fyrir tiltekinn fund og beðið síðan borgarlögmann að segja ekki neinum frá því að hann hefði aldrei fengið umrætt álit hjá sér.

Miðað við hvað Össur sagði um Gísla Martein þá óar mér fyrir því hvað hann gæti sagt um Vilhjálm.


mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fidel Castro

Vissulega frétt en stóra fréttin er hvað taki við. Nær öruggt er að annað hvort taki við 76 ára bróðir hans, Raúl Castro, eða 59 ára varaforsetinn, Carlos Large. Þið getið sveiað ykkur uppá það að Fidel Castro er búinn að hnýta alla hnúta varðandi framhaldið og að stefnan sé sú að viðhalda sósíalisma og einræði í landinu. Vonandi þorir almenningur nú að hafa einhverja skoðun á því hvort lífsgæði þeirra verði þau sömu næstu 50 árin og síðustu 50 ár.
mbl.is Kastró segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Google og íslenska

Í íslensku þýðingunni á leitarsíðunni Google er hnappur þar sem stendur „freysta gæfunnar“. Er þá um að ræða hnapp sem færir mann inn á einhverja eina vefsíðu sem passar við valið leitarorð.

Ég googlaði „freysta“ og fékk 425 niðurstöður. Síðan googlaði ég „freista“ og fékk 38.900 niðurstöður.

Þar afhjúpaði Google sig.


Hættulegur

Í fréttinni segir að maðurinn sé hættulegur. Hann var í gæsluvarðhaldi vegna meints fíkniefnainnflutnings. Svo virðist hins vegar sem hann hafi ekki verið í haldi á þeim grundvelli að hann væri hættulegur. Sé það rétt væri maðurinn frjáls ferða sinna hefði ekki komið til þessa fíkniefnamáls. Hefði verið hægt að gefa út tilkynningu um að maðurinn væri hættulegur, e.t.v vegna fyrri brota sem hann hefur tekið út sína refsingu vegna, ef hann hefði ekki lent í þessu fíkniefnagæsluvarðhaldi? Felst hættan e.t.v. í því að hann geti neytt einhvern til að kaupa sér fíkniefni og neyta þeirra síðan?


mbl.is Víðtæk leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallaratriði

Enn og aftur verður Þögli minnihlutinn að minna á atriði sem ættu að blasa við í samfélagi sem kennir sig við lýðræði. Í landinu gilda lög sem Alþingi ákveður. Til Alþingis kjósa allir kosningabærir landsmenn, kjósendur. Enginn kjósandi ætti að teljast merkilegri eða áhrifameiri en annar. Í hvert skipti sem hluti kjósanda ákveður að semja við hvorn annan, eins og félagsmenn ASÍ og SA gera gjarnan, geta þeir ekki átt „kröfu á ríkisstjórnina“ um hvernig lögin í landinu eru úr garði gerð. Í virku lýðræði ættu lög frá Alþingi og ríkisstjórnarinnar að ráðast fyrst og fremst af niðurstöðu Alþingiskosninga. Ríkisstjórnin ætti síðan að leyfa fólki að semja sín á milli á grundvelli gildandi laga og reglna í stað þess að hlaupa á eftir einstaka kjósanda og kröfu hans um hvernig leikreglurnar ættu að vera.


mbl.is Útspil ríkisins nauðsynlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband