Sumir

Í fréttinni er sagt að sumir séu á því að það sé misnotkun á barni að láta það ganga skelfingu lostið á línu fyrir ofan soltin tígrísdýr.

Það hlýtur nú að vera einhver ofurviðkvæmur minnihlutahópur.

 


mbl.is Þriggja ára línudansari fyrir ofan tígrisbúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsendubrestur?

Það hefði verið gaman að sjá dóminn leysa út þeirri málsástæðu að ábyrgð sjálfskuldarábyrgðaraðilanna væri niður fallin vegna forsendubrest í kjölfar niðurfellingar hjá aðalskuldara, þ.e. að það hefði verið forsenda sjálfskuldarábyrgðarinnar að aðalskuldari bæri ábyrgð á kröfunni líka. Það er þekkt að sjálfskuldarábyrgð getur fallið niður á grundvelli lagareglna um forsendubrest og yrði það úrlausnarefni án tillits til þess hvort lagaákvæði um ábyrgðarmenn væru gild gagnvart stjórnarskrá. Ég þekki þetta tiltekna mál þó ekki og vel má vera að slík málsástæða hefði lítið upp á sig í þessu máli.


mbl.is Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ráðherra

Ráðherrann er sem betur fer ekki búin að veita áminningu heldur tekur ráðherra ákvörðun um það eftir að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er búinn að tjá sig um áminninguna sem fyrirhuguð er. Ráðherrann á því tækifæri á því að koma ólöskuð út úr þessu með því að hlusta á rök og hætta við áminninguna.

Ráðherrann sagðist reyndar ekki ætla að „reka málið í fjölmiðlum“. Áminning er stjórnvaldsákvörðun og unnt er að láta dómstóla skera úr um lögmæti þeirra. Það er vonandi fyrir þá sem vilja pólitískan frama ráðherrans sem mestan að ummæli hans þýði ekki að hann ætli sér að reka málið fyrir dómstólum.  Það getur ekki litið vel út fyrir ráðherrann að verða gerð afturreka með þetta mál fyrir dómi.


mbl.is Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Þögli minnihlutinn tekur að sér að greiða atkvæði gegn þessum lögum fyrst enginn fulltrúi kjósenda gerir það á Alþingi.

Rökin um að hitt og þetta sé gróðrastía fyrir annað eru ekki nægjanlega sterk að mínu mati til að banna starfsemina. Þannig er vefnaðarvöruframleiðsla gróðrastía fyrir barnaþrælkun víða um heim án þess að nokkur haldi því fram að banna eigi slíka starfsemi vefnaðarvöruframleiðenda. Á sama hátt hefur aðstæðum og kjörum erlendra verkamanna oft verið lýst sem þrælahaldi án þess að nokkur vilji banna þá atvinnugrein sem þeir starfa í.

Vefnaður er í lagi að mínu mati. Verklegar framkvæmdir eru líka í lagi en ekki nauðungarvinna. Barnaþrælkun er ekki í lagi. Nektardans er í lagi að sama skapi. Að neyða einhvern til að dansa nakinn er ekki í lagi.

Ég held að raunveruleg ástæða þess að margir vilja banna nektardans fremur en t.d. vefnað eða verkamannavinnu sé sú að viðkomandi séu á móti nektardansi sem slíkum fremur en að uppgefna ástæðan um gróðrastíuna fyrir eitthvað annað en nektardans.

Þá er því komið til skila til háttvirts meirihluta. 


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafamál

Af hverju finnst glæpamönnum gott að gera vafasama hluti?

Því þeir njóta alltaf vafans.

 

 


mbl.is Neitar að hafa myrt sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjáls skoðanaskipti

Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin hefur fengið lítið aðhald frá fjölmiðlum í þessu Icesave máli. Þessi frétt á mbl er aðeins birting á staðreyndum fyrir utan þá afar hógværu ályktun að Steingrímur hefði skipt um skoðun. Ekki þyrfti að beita miklum ýkjum til að halda því fram að Steingrímur hafi verið mjög ósamkvæmur sjálfum sér um ýmis atriði þessu tengt.

Þeir sem gagnrýna þessa löngu tímabæru samantekt virðast helst hafa það fram að færa að aðrir en Steingrímur hafi einhverntíman skipt um skoðun. Vilja þeir sömu þá að mbl geri eins og flestir aðrir fjölmiðlar og hafi hljótt um það þegar æðstu ráðamenn tala út og suður í mikilvægustu málum þjóðarinnar?


mbl.is Steingrímur skiptir um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigríður saumakona

Eftirfarandi færslu setti ég inn áður en ég áttaði mig á því að um var að ræða opinber hlutafélög eða einkahlutafélög. Smá fljótfærni hjá mér semsagt enda var ég steinhissa á því að engin umræða var um þetta!

------

Sigríður er saumakona og stofnaði fyrirtæki um reksturinn. Hún stóð sig svo vel að fólk valdi hana í auknum mæli til að sauma fyrir sig. Sigríður þurfti að ráða til sín fleiri og fleiri saumakonur til að anna verkefnunum. Umsvifin urðu svo mikil að Sigríður réði ekki við að stjórna fyrirtækinu ein og fékk einhverjar vinkonur sínar sem hún treystir vel til að stjórna því með sér.

Sigríði er alveg sama þótt einhverjir sprenglærðir viðskiptafræðipésar vilji vera í stjórn hjá henni og segist geta gert miklu betur en vinkonur hennar. Hún ræður þessu auðvitað sjálf þar sem hún stofnaði og á fyrirtækið ein og áhættan er aðeins hennar en ekki annarra ef fyrirtækinu er illa stjórnað.

Afsakið, nei. Alþingi hefur nú skipað Sigríði að ráða einhverja ókunnuga karla til að vera í stjórn yfir saumastofunni sinni.

Hún ræður ekki lengur yfir saumastofunni sinni sjálf.


mbl.is Kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnabreyting hjá stórþjóð

Fremur óvenjulegur atburður átti sér stað í dag þegar Bandaríki Norður Ameríku breyttu um nafn og heita eftirleiðis „aðstoð“.


mbl.is Bandaríkin heita aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokafyllerý Þráins Bertelssonar

Þráin Bertelsson sagði í viðtali á Bylgunni í morgun að allir þeir sem væru á móti því að ríkið greiddi listamannalaun væru fábjánar.

Í upphafi viðtalsins lýsti hann því yfir að hann ætlaði að lyfta umræðunni um listamannalaunin á æðra plan.


Vanhæf ríkisstjórn?

Hver man ekki eftir sönglinu um „vanhæfa ríkisstjórn“?

Í lögfræði merkir hugtakið vanhæfi það að teljast ekki lögum samkvæmt hæfur til að fara með mál t.d. vegna hagsmunatengsla.

Hagsmunir núverandi ríkisstjórnar fara ekki saman með þjóðinni. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin var búin að samþykkja að láta þjóðina borga vegna Icesave og barðist hatrammlega fyrir að þingið samþykkti það (sem það í Icesave I og fyrirvaralaust vegna Icesave II). Ef síðan næst samkomulag um gríðarlega lækkun á þessari byrði þýðir það að ríkisstjórnin var að vinna vægast sagt ansi slappa vinnu fyrir þjóðina. Það myndi aftur leiða til fylgishruns. Ögn skárri samningar væru e.t.v. í lagi en mun betri samningar yrðu pólitískt áfall fyrir ríkisstjórnina.

Þess vegna hefur e.t.v. sjaldan verið eins mikið tilefni og nú til að tala um vanhæfa ríkisstjórn.

(Með þessu er ég ekki að halda fram að vanhæfisreglur eigi við í lögfræðilegum skilningi um ríkisstjórnina í Icesave málinu heldur að slík sjónarmið eigi frekar við en oft áður).

 


mbl.is Bretar fallast á eftirgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband