Færsluflokkur: Bloggar
2.1.2008 | 23:55
Áramótaskaupið
Þögli minnihlutinn ætlar að spreyta sig í þeirri þjóðaríþrótt að gagnrýna áramótaskaupið.
Að venju var meirihluti atriðanna fremur ófyndinn en þó var lítið af óbærilegum atriðum á borð við söngatriðin sem oft hafa náð að eyðileggja skaupið. Þar sem ófyndnu atriðin voru í meirihluta verða þau ekki talin öll upp hér. Þó verður að geta þess að Lost - umgjörðin hitti vægast sagt illa í mark í ófyndileika sínum og out-of-date-i.
Góðu atriðin:
1. Hitlersbækurnar - Sjaldan sem bein gagnrýni á raunverulegan atburð (útgáfa Tíu Litla negrastráka, auðvitað)kemst upp úr því að vera Spaugstofu-sniðug og í að vera hlæja-aðeins-fyndin.
2. Svarti maðurinn á Alþingi í pontu - Veit ekki af hverju mér þótti það fyndið - Kannski af því að ég var nýbúinn að horfa á Næturvaktina þar sem þessi maður lék Nígeríusvindlara.
3. Jón Gnarr ræðst á selinn Snorra. Ég hefði reyndar hlegið meira ef þetta hefði verið óþolandi appelsínuguli apinn sem Helga Steffensen svo gott sem eyðilegði æsku mína í gegnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.1.2008 | 21:53
Fálkaorðan mikilvæga
Eitt það gagnslausasta sem hægt er að gera er að býsnast yfir því hverjir fá medalíu frá forsetanum á nýársdag og geri það því ekki.
Þrátt fyrir að vera áhugamaður um aðhald í opinberum rekstri nenni ég heldur varla að rausa um að fjármunum sem fara í þetta húllumhæ sé betur komið í vasa hinna vinnandi stétta, skattgreiðendanna. Bendi þó á að það er varla lífsnauðsynlegt að torvelda fólki að greiða af lánum til þess að heiðra einhverja ráðuneytisstjóra og aðra fyrir að vinna.
Það sem ég ætlaði að koma á framfæri var hversu gaman er sjá að eftir upphlaup feminista fyrir nokkrum árum vegna kynjahlutfalls við veitingu orðanna hafa svo til jafnmargar konur og karlar slegið í gegn ár hvert að mati forseta.
![]() |
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.1.2008 | 21:32
Gleðileg tár
Fasismi ársins 2007 var án efa þegar kráareigendum var bannað að leyfa gestum sínum að reykja. Reykingar á krám skaða engan sem ekki kýs svo sjálfur. Það er enginn grundvallarmunur á því að ganga sjálfviljugur inn í reykfyllt rými og að kveikja sér sjálfviljugur í sígarettu. Það er hinsvegar stigsmunur á þessu þar sem beinar reykingar eru sakaðlegri en óbeinar.
Áhyggjuefni ársins 2007 er hversu reykleysingjar er veikur sem hópur. Hvers vegna gat þessi 90% meirihluti, eða hvað það var, sem ekki vildi reyk inni á krám, ekki fengið kráareigendur til að mæta þörfum sínum án lagaboða, og þannig að enn væru til staka óvígð björg fyrir þá sem meta nautn sína meira en heilsu?
Þögli minnihlutinn þakkar fyrir heimsóknir á liðnu ári og tekur fram að gestir hans mega að honum óforspurðum neyta þess sem þá lystir á meðan á heimsókn stendur.
Gleðileg tár.
![]() |
Reykingabann í París og Berlín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.12.2007 | 20:17
Sjálfstæðisflokkurinn
Tók út þessa gömlu færslu þar sem mér fannst eigin fullyrðingar um spillingu í Sjálfstæðisflokknum ganga helst til of langt til að ég gæti staðið á því að verja þau. Til upprifjunar þá varðaði þetta ráðningu Þorsteins Davíðssonar. Ég var ósammála því að þessi ráðning hefði verið lögmæt, m.a. í ljósi lögbundins álits hæfisnefndar. Í stað þess að þurfa að hafa óvarlega ummæli mín fyrir allra augum í mörg ár á eftir ákvað ég að taka þau bara út núna þrátt fyrir að ólíklegt sé að fólk sé að lesa gamlar bloggfærslur mínar.
22.04.09
Bestu kveðjur,
Oddgeir.
Bloggar | Breytt 22.4.2009 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
19.12.2007 | 18:33
Tvöfalt siðgæði?
![]() |
Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2007 | 09:01
Landakort handa unglingum
Nýtt og afar handhægt landakort fyrir unglinga er komið á markaðinn.
Eru foreldrar hvattir til að gefa unglingum það í jólagjöf.
Kortið veitir 300 kr. afslátt á hvern keyptan lítra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 17:01
Svartur húmor
Maðurinn sem fréttin fjallar um þykir almennt hafa mjög heimskulegar skoðanir. Hann telur svertingja vitlausari en hvítingja. Nú þegar staðfest er að hann sé í raun af Afríkumönnum kominn hlýtur hann að fagna því að vera sjálfur lifandi vísbending um réttmæti eigin staðhæfinga.
![]() |
Nóbelsverðlaunahafi með svört gen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.12.2007 | 20:28
Bylting í samskiptum
Fyrsti leiðtogafundur Afríku- og Evrópuríkja í sjö ár fer nú fram í Lissabon í Portúgal.
Forsætisráðherra Portúgals lét hafa það eftir sér að ráðstefnan boðaði nýjan kafla í samskiptum álfanna. Þeir sem til álfanna þekkja vita að litlar sem engar breytingar hafa átt í samskiptum þeirra á millum í hundruðir ára og þykir yfirlýsing Portúgalanna því mikil tíðindi.
Ekki hefur enn náðst í Magnús Skarphéðinsson vegna málsins.
![]() |
Flókin mál rædd í Lissabon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 22:11
Hver veit hvað er barni fyrir bestu?
Umræðan um presta í skólum hefur sýnt að fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig uppeldi barna þeirra eigi að vera og þar með hvernig skólastarfinu sé háttað. Rifist er um hvernig lög um grunnskóla séu orðuð og hvort kristið siðgæði eigi að vera lögbundið fyrir allt skólastarf.
Einfaldasta leiðin er sú að viðurkenna rétt foreldra til að haga uppeldi barna sinn á þann hátt sem þau telja að hæfi því best, svo lengi sem það sé ekki sannanlega skaðlegt barninu og heilsu þess.
Í því felst að foreldrar eigi að fá að velja hvernig skóla þeir setja barn sitt í. Þá gætu sumir foreldrar valið skóla þar sem kristið siðgæði og trúarstarf væri stór hluti starfsins. Aðrir foreldrar gætu valið skóla þar sem mannleg samskipti og virðing fyrir einstaklingnum yrðu kennd. Og svo framvegis. Kennsluskrá yrði samin af hverjum skóla en ekki embættismönnum.
Hver veit best hvernig skóli hentar best barninu þínu, þú eða alþingismenn eða embættismenn úti í bæ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.12.2007 | 18:43
Klám
![]() |
VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)