Færsluflokkur: Bloggar
2.12.2007 | 19:39
Af trúmálum
Biskup og prestar Þjóðkirkjunnar, sem og aðrir talsmenn hennar, beita gjarnan þeirri röksemd að mikill meirihluti landsmanna sé skráður í Þjóðkirkjuna þegar talið berst að réttmæti þess að Þjóðkirkjunni sem tryggður með lögum stuðningur frá þeim sem ekki eru í þeim söfnuði. Við þennan málflutning hef ég ýmislegt að athuga, m.a. þetta:
1. Ástæða þess að 80-90% landsmanna eru skráðir í Þjóðkirkjuna er sú að þeir eru sjálfkrafa skráðir í hana við fæðingu.
2. Barn sem skráð hefur verið í Þjóðkirkjuna getur ekki gengið úr henni fyrr en það verður fullorðið, sem er samkvæmt lögum við 18 ára aldur. Aldrei er þó vakin athugli á þessu og þarf viðkomandi að fara niður á Þjóðskrá og fylla út eyðublað til þess að framkvæma úrskráninguna.
3. Sá stóri hópur fólks sem er slétt sama um skráningarstöðu í Þjóðkirkjuna hefur engan hvata til að ómaka sig við að skrá sig úr kirkjunni. Ástæðan er sú að þeir sem ekki eru í neinu trúfélagi þurfa að greiða sama gjald og safnaðarmeðlimir trúfélaga til síns trúfélags. Eina breytingin er að gjaldið rennur til Háskóla Íslands. Þar af leiðandi greiðir fólkið að hluta til til guðfræðideildar. Nám við guðfræðideild er skilyrði þess að vera prestur Þjóðkirkjunnar. Þannig niðurgreiða þeir sem eru utan trúfélaga prestnám umfram þá sem eru í Þjóðkirkjunni. Það er ekki ýkja góður kostur fyrir þá sem vilja verja peningum sínum í annað en uppbyggingu Þjóðkirkjunnar.
4. Ef svona yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill vera í Þjóðkirkjunni, eins og talsmenn Þjóðkirkjunnar stagast á, hvers vegna þarf þá að neyða þessi 10-20% til að taka þátt í áhugamáli meirihlutans? 80-90% þjóðarinnar hljóta að geta rekið sína eigin kirkju á mannsæmandi hátt án þess að blanda öðrum í það mál.
= Ég legg til að þjóðkirkjan öll lög og reglur um trú manna verði afnumdar fyrir utan ákvæði stjórnarskrár um trúfrelsi. Þá geta allir trúað því sem þeir vilja og stofnað þau félög sem þá lystir án þess að blanda öðrum í þau mál.
Bloggar | Breytt 3.12.2007 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.11.2007 | 11:55
Þingsköp
VG hafa farið fram á að nafni laganna verði breytt þar sem það niðurlægi og hlutgeri konur.
![]() |
VG gagnrýnir frumvarp um þingsköp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.11.2007 kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.11.2007 | 16:58
Rannsóknir takk
Feministar tala mikið um rannsóknir. Það væri gaman að sjá eina slíka þar sem borið væri saman hlutfall karla sem mæta í fjölmiðla af þeim beðnir eru að koma við sama hlutfall hjá konum. Hingað til hefur maður heyrt fjölmiðlamenn kvarta yfir því að erfitt sé að fá konur í viðtöl. Svo virðist sem feministar hafi staðfest það með framgöngu sinni.
![]() |
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
27.11.2007 | 15:45
Að skipta velferðinni
Lífskjör byggjast á fleiri þáttum en peningum, s.s. fjölskyldu og vinum.
Það er hins vegar erfitt að skipta fjölskyldum og vinum á milli landsmanna.
En væri peningunum alltaf skipt jafnt á milli allra eftir að þeirra væri aflað, hver ætli myndi þá vilja leggja á sig aukaerfiði fyrir þá? Ætli flestir myndu ekki bara velja að vera heima hjá fjölskyldunni allan daginn ef laununum yrði alltaf deilt í 300.000?
Þessu þurfa þeir þingmenn að svara sem segja ljóst að velferðinni hér á landi sé ekki jafnt skipt og að mikið sé ógert í að jafna lífskjör innanlands.
![]() |
Þingmenn gleðjast yfir góðum árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2007 | 13:31
Að sjokkera sjálfan sig
Samkvæmt heilsu- og líkamsræktarfólki er mjög sniðugt ráð til þess að halda línunum í lagi að borða orkulítinn (=vondan) mat að jafnaði en sjokkera síðan líkamann reglulega með því að borða eitthvað orkumikið (=gott) til þess að líkaminn viðhaldi brennslunni.
Ég er í sjálfu sér ekki í neinu átaki en er samt mjög laginn við að sjokkera líkamann eins og þessar heilsufríkur mæla með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2007 | 17:38
Sendinefndin
Sem betur fer sendi KSÍ menn út til Suður-Afríku til þess að fylgjast með drættinum. Annars hefðu tíðindin aldrei borist hingað til lands.
Það var líka gott að einungis voru sendir þrír menn en ekki kannski þrjátíu. Með svona aðhaldi í rekstri blasir við að minna þarf að sækja í vasa hins almenna launamanns þegar verið er að byggja upp aðstöðu fyrir KSÍ.
![]() |
Ísland með Hollandi og Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.11.2007 | 16:43
Að standa framar öðrum
Mér finnst athyglisvert að sjá fullyrðingu í frétt um að þær þjóðir þar sem hjón eyða nákvæmlega jafn miklum tíma í húsverk standi öðrum þjóðum framar. Þetta er vitanlega ekki staðreynd heldur gildismat blaðamanns.
Ég væri sammála blaðamanninum ef þessi hlutföll væru til komin af því að brotið væri á rétti kvenna, t.d. með því að þær væru neyddar til að vinna meira heima eða nytu ekki sama samningafrelsis á vinnumarkaði og karlar.
![]() |
Konur vinna enn flest húsverkin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2007 | 13:17
Bill Cosby handtekinn
Margir muna eftir heimiliföðurnum þeldökka, Bill Cosby, sem skemmti landsmönnum um árabil með þáttum um sig og fjölskyldu sína.
Fæstir vita hins vegar að undanfarin ár hefur hann verið búsettur í Rússlandi og tekið upp rússneskt nafn, Kasparov, sem er í raun rússneska útgáfan af bandaríska nafninu Cosby. Í fréttinni er mynd af Kasparov (áður Cosby) á göngu um götur Moskvu sem staðfestir þetta.
Það er leiðinlegt hvernig er komið fyrir gamla góða Bill Cosby en ég óska honum alls hins besta í baráttu sinni.
Tileinkað Ívari Páli.
![]() |
Kasparov handtekinn í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.11.2007 kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.11.2007 | 09:39
Klukkustund
![]() |
Musharraf festir sig í sessi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2007 | 16:19
Vulcano bjór
![]() |
Skrifað undir samning vegna fyrirhugaðar bjórframleiðslu í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)