Færsluflokkur: Bloggar

Ofbeldisfull andlit

Það væri fróðlegt að sjá rannsókn um hvort ofbeldishneigð eigi sér fylgni með einhverjum andlitseinkennum.


mbl.is Konur velja heldur menn með kvenleg útlitseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntun og jafnrétti

Það er nefnt í fréttinni að karlar sitji á hakanum í menntakerfinu. Hér á Íslandi hefur verið nefnt að mun fleiri konur séu í háskólanámi og menn velta mikið vöngum yfir þessu.  Lykilorðið hér er jafnrétti en ekki blaðurnefnd á kostnað skattgreiðenda. Ef ríkið rekur skóla eiga að vera almenn skilyrði fyrir skólagöngu, punktur. Það er t.d. hvorki réttur né hagsmunir neins karls að hlutfall kynja í háskólum sé svipað. Það kann hins vegar að vera réttur hans og hagsmunir að honum sé ekki mismunað á grundvelli kyns ef hann vill ganga í skólann. Það er einmitt það sem jafnrétti snýst um, sömu leikreglur fyrir alla, en ekki endalausar undantekningar og ívilnanir.

 


mbl.is Karlar ræði „karlréttindamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir af rannsóknum

Ef niðurstöður rannsókna verða þannig að þær grafa undan einróma áliti vísindamanna um hlýnun andrúmsloftsins er þá betra að vita ekki niðurstöðuna?

Er einróma álit vísindamanna meira virði en sannleikurinn?

Al Gore nefnir réttilega að olíufyrirtæki hafi hagsmuni af tilteknum niðurstöðum um málið. Hann gleymir hinsvegar að nefna að þúsundir vísindamanna og stofnanna víða um heim hafa hagsmuni af gagnstæðum niðurstöðum, þ.e. að allt sé að fara til fjandans í umhverfismálum.


mbl.is „Skoðanir sáralítið skiptar“ meðal vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er rétt og hvað er rangt?

Stundum í þessu bloggi tala ég um háttsemi sem ég fullyrði að sé rétt eða röng. Ég hef verið spurður að því hver ákveði hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Mig langar fyrst að taka það fram að ég er þeirrar skoðunar að réttmæti hegðunar ráðist ekki af því hvort hún sé lögmæt eða ólögmæt heldur ræðst sú háttsemi alþingismanna, að samþykkja tiltekin lög, af því hvort lögin séu réttlát eða ranglát. 

Ég veit ekki hvort til sé algildur mælikvarði á því hvort sérhver háttsemi sé röng eða rétt. Eina sem ég treysti mér að fullyrða um er að það er alltaf rangt að beita þá ofbeldi sem engum hafa gert nokkurt mein. Þeir sem eru ósammála þessari forsendu eru óhjákvæmilega ósammála fullyrðingum mínum um rangláta hegðun.

Af forsendu minni, um að ofbeldi sé rangt, leiðir að þvinguð afskipti (oft í formi banna og refsinga) af sjálfráða og andlega heilbrigðum einstaklingum, s.s. vegna opnunartíma verslanna, fíkniefna, verslunar, innflutnings á landbúnaðarvörum, vændis, ýmissa löggildinga sem skilyrði fyrir atvinnustarfsemi og fjárhættuspila, séu siðferðislega röng.


Heimsmeistaramót Íslendinga

Hvenær ætlar KSÍ að halda heimsmeistaramót íslenska karlalandsliðsins?

það má alveg halda því fram að fótboltinn hérna sé það spes að hann eigi heima á sérstöku móti, alveg eins og með hestana.


mbl.is Heimsmeistaramót íslenska hestsins hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttbuxnastrákar

Orðið stuttbuxnastrákar er gjarnan notað um einstaklinga í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins af þeim sem eru ósammála þeim.

Mér hefur alltaf þótt þetta skondið og viðkunnanlegt uppnefni, sér í lagi þar sem mér finnst mjög þægilegt að vera í stuttbuxum, þótt ég sé ekki sjálfur í þessari ungliðahreyfingu.

Það var ekki fyrr en í gær að ég fór að velta þessu fyrir uppnefni mér. Er þetta í alvörunni samlíking við ungliðahreyfingu nasista í Þýskalandi á 4. áratugnum? Nei, þetta hlýtur að vera tilvísun í eitthvað annað...


„Tilskilin menntun“

Það er með ólíkindum að þessi „tilskilda menntun“ skuli ekki vera betri en það að það þurfi boð og bönn til að félög ráði þjálfara með hana.
mbl.is Logi „tæknilegur ráðgjafi"?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um kostnaðarröksemd ríkissins

Þeim rökum er gjarnan haldið á lofti gegn frelsi til drykkju að það leiði til aukinnar neyslu sem aftur leiði síðan til aukins kostnaðar í heilbrigðiskerfinu. Þar sem ríkið reki heilbrigðiskerfið megi það stjórna drykkju fólks.

Hvað ef A segir við B að hann ábyrgist allar skuldir B. Má A þá fara að skipta sér að því hvernig B eyðir peningunum sínum?


mbl.is „Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spekúlasjón dagsins: Á að semja við hryðjuverkamenn?

Ég hef alltaf verið andvígur því að svo mikið sem hlustað sé á kröfur gíslatökumanna.

Gíslataka er beiting ofbeldis til að ná fram ákveðnum hagsmunum. 

Síðan fór ég að velta fyrir mér því sem sagt ef við fólk þegar því er hótað af ræningjum. Maður á víst, hvort sem maður er starfsmaður í verslun, banka eða bara úti á götu, alltaf að láta ræningjana fá sitt, skilst mér. Annars sé maður að leggja meiri hagsmuni í hættu fyrir minni.

Rán er beiting ofbeldis til að ná fram ákveðnum hagsmunum.

Nú spyr ég sjálfan mig hvort einhver eðlismunur sé á því að verja líf gísla eða Gísla bankastarfsmanns í svona tilvikum. Er ekki sama prinsippið sem á að leggja til grundvallar nema hvað niðurstaðan ræðst af þeim hagsmunum sem bornir eru saman við líf og limi þess sem er hótað. Í báðum tilfellum geta viðkomandi skaðað manneskjur hvort sem hlustað er á kröfurnar eður ei? Í báðum tilfellum myndi það draga úr hvata til að setja fram hótun ef aldrei yrði hlustað á hana. 

Samkvæmt þessu eigi að hlusta á þann sem hótar ef það sem hann krefst er léttvægara en hótunin. Þar sem fátt er léttvægara en mannslíf ber allajafna að hlusta á þá sem hóta lífláti. Í tilviki hryðjuverkamanna snúa kröfurnar hinsvegar gjarnar að svo stórum atriðum að líf fólks er látið vega minna.

Niðurstaðan mín er því sú að það sé ekki (eða ætti e.t.v. ekki) að vera ólíkt prinsipp til staðar varnandi vopnuð búðarrán og gíslatöku talíbana. Stigsmunurinn veldur því að málin eru höndluð ólíkt. 

Af þessari niðurstöðu minni leiðir að ég eigi að taka þá eindregnu skoðun mína (a.m.k. hingað til) til endurskoðunar, að aldrei eigi að semja við gíslatökumenn, eða gerast þeirrar skoðunar að fólk eigi almennt ekki að láta undan hótunum ræninga. 

Bara pæling...


mbl.is Óttast um örlög 22 gísla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlekkjun á kostnað skattgreiðenda

Fram kemur í fréttinni að 10 lögreglumenn séu á staðnum.

Lögreglan hefur takmarkaða fjármuni til að rannsaka líkamsárásir, nauðganir og barnamisnotkun.

Hvar ætli það komi niður á lögreglunni í þetta skiptið að þurfa að eltast við fólk sem hlekkjar sig við hluti?


mbl.is Mótmælendur hlekkja sig við tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband