Færsluflokkur: Bloggar

Stóra fréttin í málinu...

...er sú að með yfirlýsingunni hafa Keflvíkingar orðið af talsverðum tekjum vegna heimaleikjar síns við ÍA, að því gefnu að Íslendingar í dag séu eins innréttaðir og Rómverjar til forna og mæti á leikvang til að sjá blóð.

En það er gott að ÍA viðurkenni að markið var óheiðarlegt. Sem frammari bíð ég spenntur eftir samskonar yfirlýsingu vegna svindlmarks KR í Frostaskjóli árið 1995 Wink


mbl.is Mark ÍA stendur og sættir hafa náðst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mótmæli

Þar sem ég er haldinn þeim kverúlantsskap að tortryggja allar hömlur sem ríkið leggur á fólkið þá hnaut ég um þann hluta fréttarinnar þar sem fram kemur að það þurfi að fá leyfi frá lögreglu til að mótmæla einhverju í landinu (án þess að ég hafi kynnt mér þessa lagagrein).

Mér finnst að allir eigi að fá að segja sína skoðun takmarka- og skilyrðislaust, svo lengi sem viðkomandi brjóti ekki á rétti neins. 

Hvað ef um væri að ræða rólegt fólk sem engar aðrar reglur bryti en að gleyma að tilkynna lögreglunni að það ætlaði að mótmæla, tja, segjum hugsanlegu lögregluofbeldi?

Tek fram að Saving Iceland gengið er ekki dæmi um friðsamt fólk þar ég sá það m.a. halda til í Kringlunni gegn vilja þeirra sem Kringluna reka. Það er óréttmæt valdbeiting, gott fólk, alveg eins og ef ég kæmi til ykkar og neitaði að yfirgefa íbúðina eftir að mér væri sagt að fara.

Já, þetta er þunn færsla ég veit það...


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisleg spurning

Ef A vill leysa út lyf fyrir B og B vill að A leysi lyf út fyrir sig, hvaða siðferðislega réttlætingu hefur C á því að koma í veg fyrir það?

Spurningin er jafngild hvort sem C er einn maður, tveir, meirihluti þjóðarinnar eða stofnun sem starfar samkvæmt lögum settum af fulltrúum meirihluta þjóðarinnar.


mbl.is Lyfjastofnun telur vefsíðuna minlyf.net vera ólöglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlir slökkviliðsmenn

Það má vel vera að þessi fyrrverandi borgarstjóri New York sé hinn mesti skussi. Það veit ég ekkert um. Mér finnst hins vegar dapurlegt að sjá hvernig slökkviliðsmenn borgarinnar nýta sér gríðarlega samúð og aðdáun í sinn garð í kjölfar hörmunganna 11. september 2001 til að skora nokkur stig í pólitík. Það að kenna einhverjum borgarstjórakontórista um dauða á annað hundrað manns finnst mér fyrir neðan allar hellur. Það má ekki gleyma því hverjir eru morðingjarnir hér. Jafnvel þótt borgarstjórinn sé bandarískur hvítur miðaldra karlmaður og repúblikani í þokkabót þá verðum við að gefa okkur að karlgreyið hafi gert það sem hann taldi réttast við þessar mjög svo óvenjulegu aðstæður. Þessi dagur hefur eflaust valdið honum jafn miklu ef ekki meira hugarangri en meðalmanninum. Mér finnst að þessir slökkviliðsmenn eigi að skammast sín. Þeir eru bara litlir karlar eftir allt saman.


mbl.is Slökkviliðsmenn í New York gagnrýna Giuliani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhollusta sem ber að banna?

Þessi frétt sýnir svo ekki verður um villst að skoðanir fólks á því hvernig það nálgast hamingjuna eru ólíkar. Sumir telja það jafnvel ákjósanlegt að hlaupa fyrir villt naut á meðan aðrir sleppa því vegna þess að þeir vilja ekki stofna heilsu sinni í hættu.

Það er umhugsunarvert hvers vegna ákvörðun um að fara inn á nautahlaupsgötu ætti að vera á ábyrgð einstaklingsins en ákvörðun um að fara inn stað það sem reykt er ætti að vera í höndum annarra en viðkomandi.

Og ef svarið er að annað fólk hafi rétt á því að vera inni á einkaeignum í reykleysi, hefur þá ekki fólk enn ríkari rétt á að vera á opinberum götum í nautaleysi? 

Eða gildir rétttrúnaðurinn bara um skaðsemi vindlinga?


mbl.is Sjö slösuðust í nautahlaupi í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón Þórðarson

Guðjón sagði í Kastljósinu að ákvörðun sín um að leyfa Keflavík ekki að jafna hefði byggst á viðbrögðum leikmanna Keflavíkur eftir markið. 

Guðjón, ef þú rænir mann (viljandi eða óvart), þarftu þá ekki að skila þýfinu ef hann bregst ókvæða við?


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirborðsmennska

Mér finnst þetta kapphlaup um brúðkaup á degi með flottu númeri endurspegla ákveðna yfirborðsmennsku í tengslum við brúðkaup hér á landi (og eflaust víðar).

Ég hef engin sérstök rök fyrir þessu. Bara tilfinningu.


mbl.is Hætt við hjónavígslur 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himinlifandi yfir að óvildarmaður sinn sé barnsfaðir vinkonu sinnar?

Í fréttinni segir: „Geri er sögð hafa orðið himinlifandi þegar niðurstöður úr DNA-prófinu sýndu að faðir Angel Iris, þriggja mánaða gömlu dóttur Mel B, væri Eddie Murphy.“

Síðan segir í myndatexta fréttarinnar: „Kryddstúlkurnar eru líklega samtaka í óvild sinni á þessum manni [Eddie Murphy] þessa dagana.“


mbl.is Geri Halliwell gaf Mel B rándýrt hálsmen til að fagna feðruninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af tilskildum réttindum

Hver hefur hagsmuni af því að rafmagnið í álverinu sé í lagi? Er það eigandi álversins eða rafvirkjar sem ekki vinna þar?

Hverjum ætti þá að koma það við hvort rafvirkjarnir séu með „tilskilin réttindi“? Eigandi álversins eða rafvirkjar sem ekki vinna þar?


mbl.is Rafiðnaðarsambandið vill láta rífa verk pólskra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á enginn rétt á launum

1. Þegar fyrstu frummennirnir hittust og skiptu á spjóti fyrir kjötlæri átti hvorugur þeirra kröfu á að hinn um að ganga til vöruskipta né hvaða endurgjald kæmi í staðinn. Samningurinn komst á ef báðir töldu sig betur setta eftir samninginn en fyrir hann.

2. Ofangreint prinsipp breytist ekkert við það að mönnum fjölgi eða ákveði að búa nær hverjum öðrum. Hverjum manni á að vera frjálst að ráða hvort hann gangi til valdbeitingarlausra samninga og einnig hvað hann samþykkir að láta af hendi í skiptum fyrir hvað. 

3. Sé mönnum frjálst að semja um hvað sem er við einn mann hlýtur sama regla að gilda um næsta mann. Þess vegna er mönnum t.d. frjálst að skipta á kjötbita fyrir spjót við einn mann en kjötbita fyrir loðfeld við annan mann og kjötbita fyrir vinnuframlag við þann þriðja. Samningar þurfa með öðrum orðum ekki allir að vera eins.

4. Það skiptir heldur engu máli fyrir gildi ofangreinds grundvallaratriðis hvort annar samningsaðili er karl, kona, vélmenni, lögaðili eða geimvera. Kjarninn er enn sem fyrr sá að engri nauðung er beitt og báðir aðilar telja sig betur setta fyrir samning en eftir.

5. Af öllu framansögðu leiðir að það á enginn siðferðislegan rétt á því að fá tiltekin laun. Ekki frekar en að fyrirtæki eigi siðferðislegan rétt á því að fá tiltekið vinnuframlag frá fólki. Það verður einfaldlega að semja um slíkt.

6. Niðurstaðan er því sú að það eru ekki brot á réttindum (er ekki að tala um lagaleg réttindi hér heldur siðferðisleg) neins manns eða hóps manna að vera með lægri laun en aðrir menn eða hópar manna.


mbl.is Óútskýrður launamunur kynjanna 10-12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband