Færsluflokkur: Bloggar

Valkvíði sjónvarpsáhorfenda

Eins og mikið hefur verið rætt um verða margir í vafa hvort þeir eigi að hafa stillt á kosningasjónvarp eða Eurovision annað kvöld.

Þeir sem leiðist of mikil pólitík velja væntanlega kosningasjónvarpið.


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsun Parisar

Ég vona að Arnold  sýni enga linkind þótt Hilton (eða fylgdarsauðir hennar) og telji sig yfir sauðsvartan almúgann hafin hvað þátttöku í réttarríkinu áhrærir.


mbl.is Biðja Arnold að náða Paris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er lokaspurningin um Sjálfstæðisflokkinn

Getur einhver útskýrt fyrir mér vísindin á bak við það að spyrja hina óákveðnu hvort líklegra sé að þeir kjósi D - listann eða eitthvað annað.

Veldur þetta ekki því að fleiri svarendum er bjargað yfir úr hyldýpi hinna óákveðnu yfir til D - listans en til annarra flokka?

Og þar með að D mælist hærra en annað?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Þér er hér með vísað úr landi þar sem þú ert undanfari glæpahóps að mati einhvers manns í öðru landi sem hefur séð fólk sem er eins á litinn og þú“

Wink


mbl.is Nítján Rúmenar fara úr landi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins barns stefnan er röng

Enginn hefur siðferðislegan rétt á því að banna fólki að eignast börn, hvort sem það einn maður, hópur manna eða ríkisstjórn.

Hinsvegar hvílir sú siðferðislega skylda á fólki að sjá fyrir börnum sínum og ala þau upp.

Ef barneignir eru vandamál fyrir kommúnistastjórnina þá verður hún að líta í eigin barm.

En það er ekki bara í teoríunni sem stefnan er slæm heldur eru mælanlegar afleiðingar hennar einnig vafasamar. Eins barns stefna kommúnista hefur leitt til gríðarlega mikilla drápa á kvenkyns fóstrum og óeðlilega háu hlutfalli karla í Kína. 


mbl.is Varað við fólksfjölgun í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefði gerst við stjórnarmyndun?

Vinur minn spurði mig að því hvað myndi gerast við stjórnarmyndum ef forsetinn væri skyndilega ekki til taks. Ég byrjaði að fabúlera og birti hér mína niðurstöðu, þótt eflaust sé margt umdeilanlegt hér:

Líta verður til 8. gr. stjórnarskrárinnar:

Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti …1) Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti …1) Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.“

Samkvæmt þessu ættu forsetar Alþingis og Hæstaréttar og forsætisráðherra að fara með forsetavaldið. Varla er hægt að skilja þetta þannig að nokkur munur sé á inntaki starfsskyldna forseta samkvæmt stjórnarskrá eftir því hvort hann fer sjálfur með valdið eða hinir þrír valdhafar.

Hefð er fyrir því í íslenskri stjórnskipan að forseti veiti umboð til stjórnarmyndunar að Alþingiskosningum loknum. Ekki er þó mælt beinlínis fyrir um þetta í stjórnarskránni. Að gefinni þeirri forsendu að um sé að ræða stjórnskipunarvenju sem beri að fara eftir er það skylda hinna þriggja handhafa forsetavalds að veita formanni stjórnmálaflokks umboð til stjórnarmyndunar.

Með öðrum orðum: Geir H. Haarde forsætisráðherra og Sólveig Pétursdóttir forseti Alþingis geta saman ráðið því hvort Geir H. Haarde eða einhver annar fái umboð til stjórnarmyndunar að kosningum loknum.

Erfitt er að sjá að nokkrar sérstakar hæfisreglur stjórnsýsluréttar eigi hér við enda vandséð hver annar ætti að koma í staðinn að ákvörðuninni. Ég verð að játa það að ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á hæfisreglu í stjórnskipunarrétti.

Hvað sem þessum hugrenningum mínum líður þá er ljóst að það ræðst ekki af því hver heldur á keflinu frá forseta hvaða stjórn við fáum heldur hvað menn semja um í reykfylltum bakherbergum. Ef Geir fær umboðið getur kaffibandalagið alveg ákveðið að ekkert þeirra fari heim af ballinu með Geir heldur taki Ingibjörg þá Guðjón Arnar og Steingrím báða með sér í staðinn ef atkvæði raðast þannig.

 


mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaðarkosningarnar 2011

Enginn stjórnmálaflokkur þorir eða vill gera neitt í landbúnaðarmálum á næsta kjörtímabili ef marka má kosningabaráttuna nú.

Kosningarnar 2011 munu ráðast af stefnu í landbúnaðarmálum. Einungis er raunhæft að Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking taki af skarið hér. Milljarðar fara úr ríkissjóði í landbúnaðarstyrki o.fl. á ári hverju. Hér er gullið tækifæri til þess að draga úr útgjöldum ríkisins án þess að nokkur vinstrisjónarmið þurfi að koma í veg fyrir það.

Það ræðst einfaldlega af því hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn verði fyrri til að móta skýra og róttæka stefnu í þessum málum hvor flokkurinn sigri kosningarnar 2011.

Það þarf bara kjark til að segja bændum að menn ekkert ætla að vera að vinna bæði að sérhagsmunum þeirra og hagsmunum almennings á sama tíma. Engum verði hinsvegar bannað að styrkja bændur af fúsum og frjálsum vilja, telji þeir brýna nauðsyn á.


Ólýðræðislegt

Ákaflega er þetta dapurt hjá Royal. Hún vonast til að þeir sem stundi ofbeldi á götum Frakklands  ráði því hver verði kjörnir forseti landsins. Lýðræði er aðferð til þess að komast að friðsamlegri niðurstöðu um það hverjir stjórni landinu. Það er alveg jafn vont að niðurstaðan ráðist af ótta við ofbeldi eftir kosningar eins og að valdhöfum sé beinlínis komið til valda með ofbeldi fyrir kosningar. Í einu orði sagt: Ólýðræðislegt.
mbl.is Royal varar við ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Væri sáttur við að ríkið hætti að reka orkufyrirtæki. Þá væri t.d. öruggt að ekki væri farið út í stórtækar orkuframkvæmdir nema það væri hagkvæmt. Eins væri gott að ríkið ætti ekki land því þá þyrfti að greiða einkaaðilum ógryni fjár ef virkja ætti á náttúruperlum. Andvirði Landsvirkjunnar og lands má nýta í marga hluti sem við höfum ekki efni á í dag. Einnig munu tekjur Landsvirkjunnar auðvitað skila sér að hluta til ríkisins í formi skatta.
mbl.is Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af lýðskrumi

Hlutverk þingmanna er að segja almenn lög, m.a. um eftirlit með vinnustöðum og meðferð þar til bærra stofnanna á ásökunum í garð fyrirtækja. Ef þingmenn telja að lögin séu ekki nægilega skilvirk og leiði ekki til þess að mál séu rannsökuð nægjanlega fljótt eða vel þá geta þeir lagt fram frumvörp að nýjum eða breyttum lögum. Dómstólar skera síðan um ef ágreiningur er uppi um það að stofnanir ríkisins hafi fylgt lögum Alþingis.

Undanfarin misseri hafa menn hneykslast mjög af meintum afskiptum aðila ríkisstjórnarinnar af því að mál Baugs hafi verið tekin til opinberrar rannsóknar. Hefur því með réttu verið haldið fram að það eigi að vera mat viðkomandi stjórnsýsluaðila á grundvelli málefnalegra sjónarmiða byggðum á lögum hvort og hvernig mál séu rannsökuð en óeðlilegt sé að ráðherrar séu með fyrirskipanir „að ofan“ um meðferð einstakra mála.  Af þessum sökum vekur eftirfarandi athygli úr frétt mbl.is:

„Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs krefst þess að ríkisstjórnin hlutist þegar í stað til um opinbera rannsókn á þeim alvarlegu ásökunum sem fram hafa komið í fréttum undanfarna daga um vítaverða vanrækslu af hálfu Impregilo á vinnusvæðinu við Kárahnjúkavirkjun“

 

 


mbl.is VG krefst opinberrar rannsóknar á aðbúnaði verkamanna við Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband