Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2007 | 15:25
Rússar ættu að biðjast afsökunnar
Ég veit hreinlega ekki hvort rússnesku þingmennirnir átta sig á því að Eystrasaltslöndin skulda Rússum engar sérstakar þakkir.
Eistar fengu sjálfstæði frá Rússum árið 1918.
Árið 1940 réðust sovéskar sveitir inn í landið og innlimuðu það inn í Sovétríkin. Þetta var gert samkvæmt leynilegu samkomulagi Stalín og Hitlers.
Árin 1941-1944 var landið undir hæl Þýskalands. Þegar þýski herinn hörfaði frá Rússlandi eftir misheppnaða innrás tóku Rússar landið aftur og héldu því, enn og aftur gegn vilja Eista.
A.m.k. tugþúsundir Eista létu lífið af völdum Sovétstjórnarinnar í kjölfar innlimunar landsins, m.a. í þrælkunarbúðum kommúnistastjórnarinnar. Rússland hefur aldrei beðist afsökunar á þessum voðaverkum og fjöldamorðum sem stunduð voru kerfisbundið.
Sovétstjórnin tók síðan upp það bragð sem hún beitti í örðum ríkjum undir hennar hæl, að senda rússneska þegna í milljónavís til nýlendna sinna. Hér var skipulega reynt að skaða einingu og þjóðarvitund innlimuðu ríkjanna. Þannig urðu til rússneskumælandi minnihlutar eins og sá í Eistlandi sem er nú almennt brjálaður yfir því að stytta af hermanni kommúnistastjórnarinnar alræmdu hafi verið fjarlægð.
![]() |
Ályktun um slit stjórnmálasambands Rússlands og Eistlands samþykkt einróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 16:25
Tökum til í landbúnaðarmálunum
Það er mjög gott ef Samfylkingin vill fella niður tolla en ég velti fyrir mér hvað viðeigandi mótvægisaðgerðir í þágu bænda kosti neytendur, þ.e. skattgreiðendur.
Það gerist ekkert í þessum málum ef ekki má styggja bændur. Ef Samfylkingin segðist ætla að frelsa landbúnaðinn úr höftum og styrkjum burtséð frá sérhagsmunum einhverra bænda þá liggur við að ég gæti kosið flokkinn.
Hvað sem þessu líður þá er nauðsynlegt að landbúnaðarmálin verði einu sinni í brennidepli í kosningabaráttunni.
![]() |
Samfylkingin mótmælir sölu á frítollum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 11:44
Kynjamismunun á salernum?
Ég hef stundum tekið eftir því að þar sem boðið er upp á sérstakt salerni fyrir hvort kyn þá er karlasalernið oft minna en kvennasalernið. Ekki hef ég í eitt sinn tekið eftir stærra karlasalerni.
Samkvæmt skilgreiningum sumra á jafnrétti þá er þetta kynjamismunun. Ég er því ósammála.
Annars ætti ég að fara að hætta þessu þar sem það er eflaust illa séð að karlmaður sé að kíkja inn á kvennasalerni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 10:44
Vísindaleg úttekt á hinum þremur varnarkostum Íslands
Varnarkostir Íslands:
1. Vera með íslenskan her. Kostir: Uppfyllir æskudrauma margra ungra manna, auk Björns Bjarnasonar. Ókostir: Íslendingar skortir aga, hvað þá heraga.
2. Semja við útlendinga um að verja okkur. Kostir: Útlendingar deyja fyrir fósturjörðina en ekki við. Ókostir: Við munum klárlega mæta afgangi ef heimstyrjöld brýst út. Við myndum t.d. ekki bjarga Færeyjum ef við ættum í vök að verjast gegn dönskum herskipum.
3. Búa til kjarnorkusprengju. Kostir: Það þorir enginn að ráðast á okkur og við þurfum ekki að vera með hálfa þjónina í her. Ókostir: Það er búið að lobbýa mikið gegn kjarnorkusprengjum í seinni tíð og þær þykja nú hvorki hipp né kúl. En það er líklega bara áróður sænskra vopnaframleiðenda.
![]() |
Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2007 | 21:39
Verður rússneska lýðræðið einhverntímann föðurbetrungur?
Ég held að Jeltsín hafi náð að kveða kommúnismann niður með því að gefa nógu mörgum harðlínumönnum eigur ríkisins. Mönnum, sem ellegar hefðu verðið þrándur í götu þess takmarkaða lýðræðis sem þó hefur náð að festa rætur í landinu. Það er staðreynd að undir lok níunda áratugarins var komin fremur fjölmenn stétt valdamikilla manna sem naut forréttinda í þessu ríki þar sem jöfnuður átti að vera sem mestur. Þessi stétt hélt fast í sitt. Ég hef svosum ekki lesið gríðarmikið um þetta en væri meira en til í að sjá úttekt á því hvað gerðist í raun og veru við fall kommúnismans í Sovétríkjunum.
![]() |
Pútín: Jeltsín var faðir lýðræðisins í Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 11:19
Efnishyggja í hagsmunamati réttarkerfisins
Menn eru að fá margfallt styttri dóm fyrir að misþyrma og nauðga hverjum öðrum hér á landi og borga kannski nokkra hundraðþúsundkalla í bætur. Veit ekki nákvæmlega hvernig það er í Noregi en svo virðist sem það hefði verið litið mun vægari augum að lúberja einhvern með málverkinu, svo lengi sem blóðið slettist á eitthvað annað en myndina.
![]() |
Dæmdir í allt að 9½ árs fangelsi fyrir málverkarán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 14:48
Efling lýðræðis?
Í kosningunum fyrir 4 árum hlutu 5 flokkar kjörna menn á Alþingi. Samkvæmt skoðanakönnunum liggur fyrir að þessir flokkar hafa misst hluta fylgisins yfir til nýrra framboða, þótt óvíst sé hversu mikið nýju framboðin muni hljóta í næstu kosningum.
Nú eru auglýsingar almennt til þess fallnar að auka fylgi flokka í kosningum. Annars væru flokkarnir varla að auglýsa eða hafa áhyggjur af því að aðrir auglýsi meira en þeir, sbr. samkomulag þeirra um auglýsingakostnað.
Samkvæmt lögum nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálaflokka var markmið laganna að efla lýðræðið. Þessi lög voru auðvitað einungis samþykkt af þeim stjórnmálaflokkum sem fengu sæti á Alþingi í kosningunum fyrir 4 árum. Í eflingu lýðræðisins felst að mati þessara flokka það að banna einstök fjárframlög til stjórnmálaflokka umfram 300 þúsund. Þar sem þetta takmarkar auðvitað allt starf, ekki síst kynningarstarf flokkanna, þá er einnig ákveðið að flokkarnir sem eru á þingi skammti sjálfum sér fé af fjárlögum, m.a. til að auglýsa. Framboð sem njóta fylgis nú en ekki fyrir 4 árum fá hvorki framlög umfram 300 þúsund né peninga af fjárlögum.
Nú verður spennandi að sjá hvort að flokkarnir sem sitja á Alþingi hafi með lögum sínum tekist að koma í veg fyrir að missa svo mikið fylgi til nýrra framboða að þau fái fulltrúa á þingi.
Væri þá markmiðinu um að efla lýðræðið náð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 12:05
ZERO mannréttindi
Katrín Oddsdóttir, meistaranemi í mannréttindum við University of London, sakar Vífilfell um lög- og mannréttindabrot í Fréttablaðinu í gær.
Katrín telur að auglýsingarherferð vegna ZERO kóladrykksins brjóti gegn 18. grein jafnréttislaga. Auk þess rekur hún 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og kemst að því að auglýsingarnar séu mannréttindabrot samkvæmt Evrópulögum. Vísar Katrín einkum til 2. mgr. 10. gr. MSE í því sambandi. Í því felst grundvallarmisskilningur á umræddu tjáningarfrelsisákvæði MSE. Ákvæði 2. mgr. 10. gr. MSE felur ekki í sér neitt sjálfstætt bann við tjáningu heldur setur skorður við því hversu mikið aðildarríki mega skerða tjáningarfrelsið með lögum.
Ef fullyrðing Katrínar, um að auglýsingarnar séu brot á jafnréttislögum, er rétt, yrði álitaefnið um 10. gr. MSE það hvort takmörkun jafnréttislaga á tjáningarfrelsi Vífilfells sé mannréttindabrot. Fjarstæða væri hins vegar að halda því fram að auglýsingarnar brytu gegn 10. gr. MSE.
Annað dæmi um tilvik þar sem reynt gæti á 10. gr. MSE væri ef einhver fullyrti í dagblaði um lög- eða mannréttindabrot fyrirtækis vegna auglýsingaherferðar. Slík ummæli gætu auðveldlega talist refsiverð samkvæmt ákvæðum 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og leitt til sektar eða fangelsisvistar. Gæti þá reynt á hvort slík refsing bryti gegn tjáningarfrelsi skv. 1. mgr. 10. MSE eða hvort skerðingin á tjáningarfrelsinu rúmaðist innan 2. mgr. 10. gr. MSE.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 08:40
Veðurspeki
Getur einhver sagt mér hvaðan þessi bábilja kemur um að frost seint í apríl boði gott sumarveður? Í fyrra frusu vetur og sumar svo vel saman að við losnuðum aldrei almennilega við veturinn.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)