Hver veit hvað er barni fyrir bestu?

Umræðan um presta í skólum hefur sýnt að fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig uppeldi barna þeirra eigi að vera og þar með hvernig skólastarfinu sé háttað. Rifist er um hvernig lög um grunnskóla séu orðuð og hvort kristið siðgæði eigi að vera lögbundið fyrir allt skólastarf.

Einfaldasta leiðin er sú að viðurkenna rétt foreldra til að haga uppeldi barna sinn á þann hátt sem þau telja að hæfi því best, svo lengi sem það sé ekki sannanlega skaðlegt barninu og heilsu þess.

Í því felst að foreldrar eigi að fá að velja hvernig skóla þeir setja barn sitt í. Þá gætu sumir foreldrar valið skóla þar sem kristið siðgæði og trúarstarf væri stór hluti starfsins. Aðrir foreldrar gætu valið skóla þar sem mannleg samskipti og virðing fyrir einstaklingnum yrðu kennd. Og svo framvegis. Kennsluskrá yrði samin af hverjum skóla en ekki embættismönnum.

Hver veit best hvernig skóli hentar best barninu þínu, þú eða alþingismenn eða embættismenn úti í bæ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sTEFÁN EINAR VEIT HVAÐ ER ÞJÓÐINNI FYRIR BESTU...HANN HEFUR ÞURRKAÐ ÚT ÖLL UMMÆLI MÍN UM HVERSU GÓÐ OG SKEMMTILEG LITLU JÓLIN VÆRU?

http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/382622/

..bara dæmi um kristninarmenn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:09

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ps. ég er ekki skráð í ríkisþjóðkirkjuna og á þar af leiðandi ekki að njóta Litlu jolanna?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:10

3 identicon

Gott innlegg í umræðuna. Því miður höfum við íslendingar ekki svo mikið val, hverfisskólann skaltu taka. Er ekki viss um að allir foreldar hafi þá getu til að bera að meta skólana og skólastarfið. Sjáðu foreldrafundina þar er oftast þátttaka í sögulegu lágmarki því miður. Sem er rannsóknarefni út af fyrir sig.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Kannski rétt hjá þér Hallgerður. Ég held þó að aukið valfrelsi myndi skila sér í því að foreldrar veltu náminu meira fyrir sér og hefðu meiri áhuga á því. Allavega tel ég rétt að gefa þeim foreldrum sem vilja tækifæri til að meta hverskonar skóli hentar best sínu barni. Þeir sem ekki vilja pæla í þessu geta þá látið ríkið ákveða fyrir sig hvernig menntun barnanna sé háttað.

Oddgeir Einarsson, 5.12.2007 kl. 12:07

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Í  mínum huga er í þessum gjörning lýðræðið ekki virt.  Í viðtali við nokkrar foreldra sem vildu eindregið halda áfram þeirri hefð á leikskólanum. Í viðtlaið við Matthías Ásgeirsson forsvarsmann Vantrúar í Kastljósi kom fram að á þeim leikskóla sem börn hans voru á voru 3 börn sem boðið var að gera eitthvað annað meðan á heimsókn prestsins stóð. Það heyrðist mér á honum að þeim hefði leiðst. Ég vann á sínum tíma í allmörg ár í einum af þessum leikskólum. Meðalfjöldi barna á þeim eru um 90 börn. Eiga foreldrar 3ja barna að ráða hvað sé tekið af 87 öðrum börnum? Réttast væri að fram færi atkvæðagreiðsla meðal foreldra allra leikskólabarnanna til þess fá raunverulegan vilja allra fram. Það er lýðræði. Foreldrar þessarar barna höfðu val sem hentaði þeim ekki. Hvers vegna? Flestir foreldrar barna af erlendum uppruna hafa kosið það að börn þeirra séu með, þrátt fyrir að eiga val. Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um lýðræði.

Sigurlaug B. Gröndal, 5.12.2007 kl. 13:05

6 identicon

Má brjóta mannréttindi í skjóli lýðræðis, Sigurlaug?

Ég mæli með því að þú horfir aftur á viðtalið við Matthías Ásgeirsson í Silfri Egils:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4366855

Börnin hans tvö voru tekin til hliðar ásamt einu barni til viðbótar, á meðan presturinn talaði við öll hin börnin. Það hefur enginn áhyggjur af því að börnum leiðist við slíkt, en hins vegar er þetta er ávísun á einelti. Það er ekki verið að taka neitt af börnum, með því að koma í veg fyrir heimsóknir presta á  leikskóla. Kirkjan býður upp á ýmisskonar félagsstarfsemi fyrir börn utan skólatíma. Þar, og inn á heimilum sínum, geta börnin fengið trúarlegt uppeldi. Það er ekki hlutverk leikskóla og skóla að boða trú. 

María (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 14:21

7 Smámynd: Einar Þór Strand

Þegar lítill minnihluti kúgar stóran meirihluta hvar eru mannréttindin þá? Margir þeir sem sem vilja kirkjuna út úr skólum horfa bara á sín mannréttindi en þeir gleyma að það eru aðrir sem hafa líka réttindi.  Varðandi þá sem koma að samtökunum "Vantrú" þá get ég ekki betur séð en þeir séu ofsatrúaðir guðleysingjar sem getir ekki liðið að aðrir skulu trúa, og bera við að tilvist Guðs sé ekki sönnuð en geta þeir afsannað tilvist Guðs?  Og þá á ég ekki bara fyrir sjálfum sér heldur áþreifanlega.

Einar Þór Strand, 5.12.2007 kl. 17:34

8 identicon

Kannski snýst þetta líka dálítið um fyrirhyggjusamfélagið Ísland þar sem allir aðrir en foreldrarnir ætla að koma að uppeldi barnanna eða horfa yfir öxl þeirra með minnisblokkina í hendi.

Ég get verið sammála bloggara um hlutleysi skóla í þessum málefnum.  Trúarbrögð eru hinsvegar stytta og stoð margra í samfélaginu og það virði ég sem trúleysingi upp að því marki að trúaðir ætla að troða skoðunum sínum uppá afkvæmi mín að mér eða þeim forspurðum. Það hef ég sjálfur reynt í íslensku skólakerfi og er einhver óskemmtilegasta lífsreynsla sem ég hef orðið fyrir. Frekja og virðingarleysi kennara virðist vera algert gagnvart lífsskoðunum foreldra. Það hlýtur að vera rými fyrir alla aðila í samfélaginu og það væri etv. mál að kenna það líka í skólum. Hinsvegar er ég algerlega ósammála partinum ". . . ekki sannarlega skaðlegt . . . ", hver ætlar að dæma og hvernig verður komist að réttri niðurstöðu? 

Magnús (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:01

9 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Sjálfur var ég alinn upp í þjóðkirkjukristni, föðurafi minn og föðuramma kenndu mér fjölmargar bænir og sögur úr biblíunni og kenndu mér um guð. Vandamálið var bara að ég átti alltaf mjög erfitt með að leggja trúnað á þetta og gekk gegnum slæm tímabil þegar ég hélt að það væri eitthvað að mér vegna þess að ég gat ekki trúað, en að lokum komst ég að vandinn er trúarinnar sjálfrar, enda er ekki með nokkru móti hægt að trúa á þennan þvætting nema maður sé algerlega heilaþveginn.

Þegar ég loks komst að þessu varð ég hamingjusamur og hef verið það síðan.

Elías Halldór Ágústsson, 5.12.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband