Tvöfalt siðgæði?

Ég er sammála því að refsa eigi þeim sem valda dýrum óþarfa þjáningum. Ég velti samt fyrir mér hvort það sé örugglega siðferðislega verra að skilja dýr eftir og vona að þau bjargi sér eða verði bjargað heldur en að fara með dýrið á dýraspítala og láta „svæfa“ það eins og margir gera. Það fellur ekki undir óþarfa þjáningar heldur óþarfa aftöku.
mbl.is Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Sammála því að það sé mjög slæmt að skilja dýr eftir úti. Þessir kettir í fréttinni virðast engu að síður hafa verið bjargað og komist lífs af. Spurning hvort þeir hefðu fremur kosið aftöku ef þeir hefðu verið spurðir. Mér finnst bara skrýtið að margir álíti eðlilegt að fólk taki að sér gæludýr og taki þau síðan af lífi þegar það hentar þeim ekki lengur að sjá um dýrið.

Oddgeir Einarsson, 20.12.2007 kl. 08:55

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Oddgeir

Sem betur fer er þetta vandamál hvers og eins en ekki samfélagsins og á ekki að vera það.  Það að dómkerfið hafi sektað manninn fyrir að skilja kettina eftir sýnir að það er farið að skipta sér að málum sem koma því ekki við.  Það er alltaf slæmt þegar misviturt velmeinandi fólk treður sínum skoðunum upp á annað fólk gegnum lagasetningar og má þar benda á bann við hvalveiðum sem byggist á þeirri hugsun að þær séu ómannúðlegar.  Má kannki líka segja að slátrun á húsdýrum sé ómannúðleg?

Einar Þór Strand, 20.12.2007 kl. 10:00

3 Smámynd: Birnuson

Ég held ekki að þetta sé tvöfalt siðgæði. Eins og Þrymur ýjar að mæla reglur almenns siðgæðis fyrir um að réttlætanlegt sé að deyða skepnur, en forðast beri að valda þeim þjáningum. Þess vegna er heimilt að lóga gæludýrum en ekki að vanrækja þau. Ein rökin gegn hvalveiðum byggjast á sömu hugsun, þ.e. að aðferðir við að drepa dýrin valdi þeim of miklum kvölum.

Birnuson, 20.12.2007 kl. 11:50

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Formaður dýralæknafélagsins lýsti rottulímbökkum, sem slæmri aflífunaraðferð.

Pétur Þorleifsson , 20.12.2007 kl. 13:07

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Þetta er áhugavert allt saman. Ég hélt að Þrymur hefði verið að tala um að lóga húsdýri ef það væri t.d. slasað, öfugt við það að drepa gæludýr af því að ekki er lengur vilji til að gæla við það.

Ég viðurkenni þó að það er viss hætta við að menn eins og ég, sem eru hlynntir því að drepa megi dýr til að nýta þau til matar, lendi í vandræðum með að rökstyðja af hverju megi ekki bara alltaf drepa dýr í hvaða tilgangi sem hver og einn telur réttan. Nenni hreinlega ekki í þá umræðu hér.

Oddgeir Einarsson, 20.12.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband