Sjálfstæður þingmaður

Hvað sem mönnum kann að finnast um þetta atkvæði Höskuldar þá ættu þeir sem kvarta mest undan ósjálfstæði Alþingis að fagna því að þingmenn virðast sumir hverjir skoða málin út sjálfstætt og kjósa útfrá því en ekki eingöngu því sem flokkurinn þeirra leggur upp með.
mbl.is Skynsamlegt að bíða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjálfstæðisþingmaður er réttara.

hilmar jónsson, 23.2.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Rannveig H

Hafi hann skömm fyrir, það vill svo til að 90% landsmanna vill þessar breytingar og Höskuldur er í vinnu fyrir fólkið í landinu.

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: corvus corax

Sjálfstæður þingmaður? Nei, þvert gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar lét þessi framsóknarmaður undan þegar togað var í spottann á honum ...eins og allar aðrar strengjabrúður framsóknarflokksins munu áfram gera.

corvus corax, 23.2.2009 kl. 14:51

4 identicon

Þetta hefur ekkert með "sjálfstæðan þingmann" að gera. Árleg skýrsla um seðlabanka evrópu er ekkert tímamótaverk.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 14:56

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Rannveig, hvaða breytingar? Ég efast um að 10% þjóðarinnar viti um hvaða breytingar sé að ræða, og hvað þá að 90% þjóðarinnar geti myndað sér upplýsta skoðun á þeim.

Annars er stjórnarskrá Íslands ekki verri en hvað annað plagg sem vinnufyrirmæli til þingmnanna, í þessu máli sem og öðrum:

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Geir Ágústsson, 23.2.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband