18.5.2015 | 14:36
Aðhald lögreglu
Það voru að mínu mati hárrétt viðbrögð hjá lögreglunni að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar á að hafa skipað manni hætta að taka upp myndskeið þar sem lögreglumaður var m.a. að störfum.
Lögreglan bendir í yfirlýsingu sinni réttilega á að það sé ekkert í lögum sem banni almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Mér finnst að lögrelgan hefði líka getað bent á að það væri jafnvel æskilegt að til séu sem bestar heimildir um störf hennar á almannafæri enda er hún í raun með einkarétt á því að beita fólk valdi. Það er því mikilvægt að þeim sem sinni slíkum störfum sé veitt aðhald.
Hver veit hvernig farið hefði ef lögrelgumaðurinn sem framkvæmdi "norsku handtökuna" á Laugaveginum hér um árið, þegar ölvaðri konu var skellt utan í málmbekk, hefði gert sér grein fyrir því að verið væri að taka störf hans upp?
Lögreglan biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2013 | 12:00
einhlaup
Einhleypum konum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.12.2012 | 08:00
Síðbúin tilraun til frestunar
Veikir framkvæmd barnalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2012 | 11:44
Orðið á götunni...
Ósannindi ESB komin í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2012 | 16:44
Eilífðarsjóðurinn
Kosningasjóður Þóru stofnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2011 | 13:49
Kjaftæði jafnaðarmannsins
Þegar framleiðslufyrirtæki ákveða staðsetningu sína reyna þau að velja stað sem veldur þeim sem minnstum kostnaði. Oft eru flutningskostnaður og leiguverð stórir póstar. Fyrirtæki á landsbyggðinni borga jafnan meira í flutningskostnað en minna í leiguverð en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Nú ætla sjálfkallaðir jafnaðarmenn að jafna einn liðinn í jöfnunni, þ.e. flutningskostnaðinn. Líklega munum við á næsta ári sjá jafnaðarmennina koma með jöfnunarstyrki vegna húsnæðiskostnaðar sem rennur þá aðallega til fyrirtækja í Reykjavík.
Auðvitað á ríkið ekki að leggja út í kostnað vegna þess að fyrirtæki verða fyrir mismunandi kostnaði eftir því hvat þau ákveða að vera. Ég hélt allavega að niðurskurðurinn, t.d. í heilbrigðiskerfinu, væri jafnaðarmönnum nógu erfiður til að ekki væri verið að ákveða nýjar ormagryfjur fyrir útgjöld til framtíðar samtímis.
Hvers konar kjaftæði er þetta?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2011 | 08:43
Af hverju er þekking skilyrði?
Eitt skilyrðanna fyrir þátttöku í söluferlinu er að fjárfestar búi yfir viðeigandi þekkingu. Hvaða máli skiptir þekking viðkomandi? Þekkingarleysi er getur aðeins komið honum kaupandanum sjálfum illa ef hann fær ekki til liðs við sig einhverja sem þekkingu hafa og 10-11 yrði þá mögulega undir í samkeppni við aðrar matvöruverslanir. Hvaða hagsmuni hefur Arion af því að því hvaða matvöruverslun gangi best eftir að hafa selt 10-11? Eitt er víst að það þetta fyrirkomulag dregur úr líkum á því að fleiri aðilar keppi við þá sem fyrir eru á matvörumarkaði.
10-11 til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2011 | 18:25
Hvernig er hinn lagalegi rökstuðningur fyrir kröfunni?
Ég hef miklar mætur á þessum lögmönnum sem undir þessa yfirlýsingu skrifa. Ég veit að þeir eru allir afar færir í að rökstyðja mál sitt.
Þeir færa m.a. fram þau rök að það kunni að reynast okkur dýrkeyptara að segja nei við samningum, jafnvel þótt gagnaðilar færu síðan í mál og töpuðu því, heldur en að segja já. Ég hef efasemdir um að þetta sé rétt en tel að aðrir en lögfræðingar séu betur til þess fallnir að leggja mat á þetta með kostnaðinn. Burtséð frá því þá taka áttmenningarnir ekki inn í reikninginn að sumir myndu telja það nokkurs virði fyrir Íslendinga nú og síðar að hafa staðfestingu dómstóls fyrir því að Bretar og Hollendingar hefðu reynt af öllum mætti að þrýsta á að smáríkið Ísland greiddi þeirra eigin útgjöld þótt enginn lagagrundvöllur væri fyrir því. Verðmætið sem fælist í þessu yrði vitanlega ekki mælanlegt í krónum eða evrum og skiptir því eflaust ekki máli fyrir alla.
En varðandi lögfræðina þá væri óskandi að áttmenningarnir eða aðrir færðu fram opinberlega lagaleg rök fyrir því að Ísland skuldi umkrafðar upphæðir. Þau rök koma ekki fram í yfirlýsingunni heldur er vísað í álit ákveðins aðila án þess að tilgreina rökin fyrir álitinu.
Fyrst áttmenningarnir virðast telja þá afstöðu, að vilja ekki samþykkja samninginn, vera leik að framtíð barnanna okkar, hvorki meira né minna, þá er ækilegt að einmitt þeir geri þjóðinni grein fyrir þeim lagarökum sem leiða kunna til þess að dómstóll telji íslenska ríkið ábyrgt fyrir kröfum Breta og Hollendinga. Ef þeir vilja að fólk sem ekki hefur séð slík rök, og telur því enga ástæðu til að taka á sig kröfuna, skipti um skoðun, þá ættu þeir að færa slík rök fram hið fyrsta.
Lýsa stuðningi við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.2.2011 | 09:20
Hvorki völd né umboð
Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá verður henni ekki breytt nema Alþingi samþykki breytingarnar bæði fyrir og eftir alþingiskosningar. Stjórnlagaþingið hefði því ekki getað fengið völd til neins nema koma með tillögur. Valdið er hjá Alþingi og hverjum og einum alþingismanni er samkvæmt stjórnarskránni skylt að taka afstöðu til mála á grundvelli eigin sannfæringar. Þar af leiðandi hefði hverjum alþingismanni verið beinlínis skylt að greiða atkvæði gegn tillögum stjórnlagaþings ef þær væru andstæðar sannfæringu hans.
Jafnvel þótt kosningin til stjórnlagaþings, þar sem tilteknir 25 einstaklingar hlutu kosningu, hefði verið lögmæt, væri það ekki aðeins algerlega valdalaust heldur einnig með afar lítið lýðræðislegt umboð. Einungis um þriðjundur kjósenda (36%) sá ástæðu til að mæta á kjörstað en um tvöfalt fleiri ákváðu að taka ekki þátt.
Þátttaka í síðustu alþingiskosningum var aftur á móti um 85%. Því er ljóst að lýðræðislegt umboð Alþingis er langtum meira en umboð stjórnlagaþingsins hefði verið.
Í þessu ljósi skiptir engu máli hvort nefndin sem kemur með óbindandi tillögur var frá stjórnlagaþingi eða handvalinni nefnd 25 manna. Hvorki vald þeirra né umboð frá kjósendum eru til staðar ólíkt því sem gildir um alþingismenn.
Ekki kosið til stjórnlagaþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2011 | 13:34
Andstaðan við réttarríkið
Þann 29. janúar 2009 tók Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra þá ólögmætu ákvörðun að synja hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Urriðafossvirkjun. Þetta er samdóma álit allra þeirra sex dómara sem fjallað hafa um málið, eins héraðsdómara og fimm hæstaréttardómara.
Þegar fjallað var um hina ólögmætu ákvörðun ráðherra á Alþingi steig Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fram og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna.
Þessi nálgun fjármálaráðherra er röng. Það er löggjafinn, Alþingi, sem vegur og metur hagsmuni og setur að því hagsmunamati loknu lög. Það er lagaramminn sem ræður því hvort og þá hvernig hagsmunir á borð við náttúruvernd eru verndaðir með lögum. Þegar tiltekið mál er til úrlausnar hjá ráðherra á hann að framkvæma lögin eins og þau eru en ekki eins og ráðherra vildi að þau væru.
Ef eitthvað væri að marka má orð ráðherra þá er það hlutverk hvers ráðherra að berjast fyrir tilteknum hagsmunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Jafnframt virðist fjármálaráðherra telja að ef slík barátta felur í sér að taka þurfi ólögmæta ákvörðun þá eigi ráðherrann skilið klapp á bakið.
Það er eitt af grundvallareinkennum réttarríkisins að framkvæmdavaldið fari að lögum fremur en pólitískum viðhorfum. Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdavaldsins og ber að taka ákvarðanir í samræmi við lög en ekki eigin geðþótta.
Það er alvarlegt mál þegar fjármálaráðherra og leiðtogi annars tveggja ríkisstjórnarflokka afhjúpar með þessum hætti viðhorf sitt til þeirra starfa sem ráðherrar gegna og hrósar samstarfsráðherra sínum fyrir ákvörðun sem er í andstöðu við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt.
Boðar stjórnendur Flóahrepps til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)