7.4.2008 | 22:32
Ótrúleiki Vinstri grænna
Í þessu Helguvíkurmáli þá telja þeir að úrskurður umhverfisráðherra eigi að litast af pólitískum skoðunum. Þeir hamra á því að úrskurða hefði átt gegn lögaðilanum og sjá til hvort hann leitaði réttar síns fyrir dómi. Hamrað er á því að náttúran eigi að njóta vafans.
Það er gersamlega fráleitt að ætla það að umhverfisráðherra eigi að teygja lögin í þá átt að umhverfi sé sem ósnortnast, landbúnaðarráðherra þannig að bændur hafi það sem best, o.s.frv.
Í stjórnsýslurétti gildir hins vegar sú regla að ákvarðanir stjórnvalda verði að byggjast á lögum. Löggjafinn ákveður hversu mikið vægi umhverfisvernd eigi að hafa, vernd bænda, o.s.frv. Pólitískar skoðanir ráðherra eiga engu að skipta um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 16:40
Mótmæli og frelsisskerðing
Ef Þögli minnihlutinn væri ósáttur við of hátt matvælaverð, m.a. sökum skattheimtu og verndartolla, líkt og vörubílstjórar eru ósáttir við of hátt eldsneytisverð vegna skatta á þeirri vöru, myndi fólk þá styðja hann í því að læsa viðskiptavini í Bónus inni í versluninni í hálftíma eða svo?
Ennfremur, ef allir viðskiptavinirnir nema einn væru samþykkir frelsisskerðingunni, myndi það einhverju breyta um réttmæti aðgerða Þögla minnihlutans?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2008 | 18:20
Óhófleg upphafning á 15 mínútna myndbúti
Hvað er eiginlega í gangi með umfjöllunina um þessa klippu? Jafnvel þótt röksemdirnar í myndinni væru veikar og efni hennar flokkaðist undir fordóma, hvað með það? Það eru billjónir af clips á netinu þar sem saur er atað í allar áttir.
Sameinuðu þjóðirnar og Ríkisstjórn Hollands sjá sérstaka ástæðu til að hefja þetta myndskeið upp til skýjanna með yfirlýsingum um efni þess.
Halda þessir aðilar að færri muni langa til að horfa á bútinn eftir það? Halda þessir aðilar nú muni fólk álíta að búturinn sé bara eins og hver önnur vitleysa sem má finna á netinu?
![]() |
Fitna" fjarlægð af netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.3.2008 | 14:40
Ofbeldi og skattar
Af tvennu illu, hvort er verra ofbeldi að taka skatta af fólki eða að hindra för fólks?
Ef svarið er það að ofbeldi skattsins sé verra, af hverju er þá ekki löngu búið að teppa allar götur t.d. út af tekjuskatti og útsvari, sem gleypir stóran hluta tekna fólks?
Það skiptir væntanlega ekki máli fyrir fólk hvort það fái að halda peningum eftir sem það greiðir í bensín eða bara peningum almennt sem það vinnur sér inn.
![]() |
Vegi lokað við Rauðavatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2008 | 07:29
Enska óperan
Englendingar eru rótgróin menningarþjóð og blómstrar þar meðal annars óperustarf. Því er það mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur að enska óperan hafi komið á laggirnar útibúi hér á landi.
Þögli minnihlutinn mælir með að sem flestir kynni sér þessa starfsemi þrátt fyrir að vera ekki alveg viss um hvar leikhúsið er til húsa.
Hins vegar fer byggingin ekki framhjá ökumönnum sem bíða fremstir á rauðu ljósi í austurátt við gatnamót Lækjargötu og Hverfisgötu því þar blasir við stór hvít bygging merkt ENSKA ÓPERAN.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nokkrir blaðamenn, handvaldir af kommúnistaflokknum, fá að tala við meint fórnarlömb, handvalin af kommúnistaflokknum.
Klöppum fyrir tjáningarfrelsinu.
![]() |
Fjölmiðlum hleypt inn í Tíbet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 22:15
Um hvað snýst umræðan?
Ímyndum okkur tvær afskekktar eyjar, A og B.
Á eyju A ríkir lýðræðislega kjörin stjórn sem pyntar og drepur alla sem eru henni andvígir auk þess að leggja háa skatta á minnihlutann og styrkja meirihlutann með peningagreiðslum. Á eyju A ríkir semsagt meirihlutakjörin ógnarstjórn.
Á eyju B ríkir einræðisstjórn sem ríkir með hervaldi og er ekki kosin af neinum. Þessi stjórn virðir hins vegar grundvallarmannréttindi allra til lífs, tjáningar o.s.frv. og hefur það eina markmið að koma í veg fyrir valdbeitingu og ofbeldi landsmanna gagnvart hverjum öðrum. Á eyju B ríkir því frjálslynd einræðisstjórn.
Dag einn ákveða stjórnvöld á eyju A að steypa stjórn eyju B af stóli og sameina hana sínu lýðræðislega ríki, vitandi þá gefnu staðreynd að ríkjandi ógnarstjórn nyti einnig stuðnings meirihluta fólks á eyjunum eftir sameininguna.
Væri réttlætanlegt af hálfu stjórnvalda á eyju A að koma á lýðræði í þessu tilviki jafnvel þótt við gefum okkur þá forsendu að enginn léti lífið í átökum um eyju B?
Þögli minnihlutinn svarar þessu neitandi og vonar að umræður um réttmæti tiltekinna yfirvalda yfir fólki snúist meira um réttmæti aðgerða stjórnvalda gagnvart fólkinu sínu en hvort slík stjórnvöld og aðgerðir þeirra njóti stuðnings meirihluta landsmanna.
Oft snúast umræður um alþjóðapólitík um að koma þurfi á lýðræði hér og þar og að virða þurfi rétt þjóða til að mynda eigið ríki á tilteknu landsvæði. Hvorugt tryggir á nokkurn hátt að mannréttindi einstaklings á tilteknu svæði verði betur virt.
Ef mannréttindi einstaklinga væru í forgrunni snerist umræðan um Tíbet um hvort einstaklingar á landsvæði Tíbet yrðu síður þaggaðir niður, drepnir eða pyntaðir ef kommúnistastjórninni yrði komið frá. Einnig, ef mannréttindi væru útgangspunkturinn í umræðunni, þá væri umræðan um gróf mannréttindabrot kommúnistaflokksins í Kína gegn eigin fólki ekki síður í brennidepli en málefni Tíbets. Enda eru mannréttindi Kínverja jafnmikilvæg og mannréttindi Tíbeta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.3.2008 | 11:14
Varðandi þjóðerni
Ef maður rennir yfir bloggin um þessa sorglegu frétt þá virðast margir vera mjög uggandi vegna afbrota útlendinga hér á landi.
Ég hef þó lítið séð um tölfræði sem sýnir fram á hvort afbrot séu algengari meðal útlendinga en Íslendinga.
Ég gerði í gamni mínu mjög óvísindalega könnun á þessu með því að skoða nýjustu refsidómana í héraðsdómi Reykjavíkur. Mjög lausleg og ónákvæm skoðun leiddi í ljós að af þeim ca. 20 einstaklingum sem síðast voru sakfelldir fyrir afbrot voru 20 íslendingar en 0 útlendingar.
![]() |
Fimm grunaðir um að hafa nauðgað stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
10.3.2008 | 20:50
Siðferði í stjórnmálum
Alveg væri Þögla minnihlutanum sama þótt annar hver þingmaður og borgarfulltrúi væri seljandi og kaupandi afnot af líkama hvers annars í frítíma sínum. Það hefur nefnilega lítið með siðferði í stjórnmálum að gera.
Þögla minnihlutanum finnst miklu meira máli skipta að stjórnmálamenn segi skoðun sína á hverju máli umbúðalaust og byggi skoðanir sínar ekki á skoðannakönnunum heldur sannfæringu um hvað sér réttlátt. Og ekki skemmir ef þeir sleppa því að ljúga að hverjum öðrum, t.d. samstarfsfólki í öðrum flokkum.
Þetta er sú hlið siðferðisins sem Þögli minnihlutinn metur mest í fari stjórnmálamanna.
![]() |
Ríkisstjóri grunaður um kaup á vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 15:39
Glæpir og ekki glæpir
Mikið væri gott ef orka lögreglu færi í að sporna við glæpum þar sem saklaus fórnarlömb koma við sögu í stað þess að skipta sér af einstaklingum sem ákveða að stunda heimskuleg viðskipti með óholl efni.
Ofbeldi, og ekki síst kynferðisofbeldi, þarf að komast framar í forgangsröðina. Til dæmis ætti að refsa harðar fyrir að berja konuna sína en að selja henni og öðrum sem vilja kókaín. Slíkt er fjarlægur draumur við núverandi réttarástand.
Í fréttinni er annars að finna ákaflega torskiljanlega umfjöllun um tengsl vændis og kláms við kynferðisofbeldi:
Á árinu leituðu 23 einstaklingar hjálpar vegna kláms og vændis, árið áður voru ný klám og vændismál 17. Ef vændismálin eru skoðuð sérstaklega voru ný mál á árinu 12, en mikilvægt er að bæta við þeim 13 vændismálum sem fylgdu okkur frá fyrri árum. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst hin nánu tengsl á milli kláms og vændis annars vegar og annars kynferðisofbeldis hins vegar.
Já, eftir að hafa séð þessar tölur, þá velkist væntanlega enginn í vafa um tengsl kláms og vændis við ofbeldi. Það segir nefnilega í fréttinni að fólkið hafi leitað sér hjálpar vegna annars en ofbeldis.
![]() |
Flest málin sifjaspellsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)