21.4.2009 | 16:27
Hvort kynið á auðveldara með að komast áfram í stjórnmálum?
Hvað skyldi hátt hlutfall af körlum sem eru virkir í stjórmálastarfi vera á framboðslistum samanborið við hlutfall kvenna sem eru virkar í stjórnmálastarfi. Það svarar væntanlega spurningunni um hvort kynið eigi auðveldari framgang í stjórnmálum.
Færri konur á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 08:59
Góð aðferð
Ekki er ég neinn Borgarahreifingarmaður þótt það gleðji örlítið að bókstafurinn O fái loksins uppreisn æru.
Það sem gleður meira er að sjá fólk sem er ósátt við ríkjandi stjórnmálaöfl beita lýðræðislegum aðferðum í stað ofbeldisaðgerða á borð við mannasaurskast og skemmdarverkum eins og beitt var til að koma síðustu ríkisstjórn frá völdum.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2009 | 09:17
Frumvarp um útgjöld?
Ráðherra geti stöðvað veiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2009 | 13:34
Góð frétt
En óvænt, hann játaði þetta einmitt í gær. Spurning um að greina frá refsingunni eða hvenær hún verði ákveðin.
[það er búið að breyta fréttinni eftir að ég gerði þessa færslu þannig að hún á ekki lengur við]
Fritzl sakfelldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.3.2009 | 17:19
Vefnaðarvöruverksmiðjur á Indlandi
Skyldi fólk almennt hugsa um hversu rökrétt það er að banna hlut A af því að hann tengist oft hlut B sem tengist oft hlut C?
Sagt er að nektarstaðir tengist oft vændi og vændi tengist oft mansali. Mansal er á mannamáli þrælahald á konum sem að sjálfsögðu er refsivert rétt eins og þrælahald á börnum.
Nú ber talsvert á því að börn séu látin vinna í vefnaðarvöruverksmiðjum á Indlandi og er það sannkallað þrælahald þar sem gert er út á neyð barnanna og fjölskyldna þeirra. Á af þessum sökum að banna heila atvinnugrein í landinu, vefnaðarvöruframleiðslu, eða á að banna þrældóminn og reyna að uppræta hann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 17:11
Tími Alþingis
Mikið var nú fussað og sveiað á Sigurð Kára Kristjánsson þegar fyrir lá á þinginu frumvarp hans og annarra þingmanna um að afnema einkasölurétt ríkisins á áfengi í miðri efnahagskreppunni. Þá var að ræða prinsippmál sem tekið var af dagskrá til að sinna brýnni málum, þ.e. efnahagsvandanum.
Nú er komið fram annað prinsippmál sem sumir telja réttlætismál en aðrir óréttlætismál, líkt og með áfengisfrumvarpið. Hvorugt málanna hefur neitt með efnahagshrunið að gera.
Af hverju telja sumir þingmenn að tíma Alþingis sé nú best verið í að ræða mál sem koma efnahagshruninu lítið sem ekkert við á meðan slíkt var ómögulegt fyrir skemmstu?
Ísland ríður á vaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.3.2009 | 14:51
Af fyrirsögnum
Í ljósi þessarar fyrirsagnar má velta fyrir sér öðrum fyrirsögnum.
Áður en hinn Austurríski Fritzl breytti framburði og játaði sakir sínar, hefði þá verið rétt að setja í fyrirsögn "Fritzl framdi ekki ódæðið".
Til öryggis tek ég fram það augljósa, þ.e. að ég er ekki að líkja saman Össuri og Fritz.
Össur hafði ekki áhrif á lánveitingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2009 | 22:22
Tillögur ríkisstjórnarinnar
Af hverju er ekki verið að rökræða efnahagslegar tillögur ríkisstjórnarinnar í fréttatímum, fréttaskýringaþáttum ,á Alþingi eða á kaffistofum?
Man einhver eftir hverjar þessar tillögur eru?
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.3.2009 | 15:45
Ríkisstjórnin hugsi skýrt
Nú ber svo við að ríkissjóður hefur ekki staðið eins illa í áraraðir. Til þess að komast í gegnum vandann þurfum við tillögur um hvernig sé hægt að spara 2 milljarða í stað þess að eyða 2 milljörðum. Ef við ætlum að dúllast í stjórnarskránni, sem kemur bankahruninu og efnahagsvandanum ekkert við, þá ættum við að byrja á að gera eina breytingu til sparnaðar, þ.e. leggja niður ónauðsynlega ríkisstofnun, forsetaembættið.
Síðan ættum við að einbeita okkur að almennum lögum og byrja á að skera niður það sem minnsti ágreiningurinn er um. Unnt væri að byrja á að leggja niður sendiskrifstofur okkar víða um heim sem fyrst. Af hverju er ekki búið að taka neina einustu ákvörðun um slíkt enn? Er einhver sem vill frekar láta taka af sér enn hærri skatta vegna skulda ríkissjóðs en t.d. að hætta að hafa menn á launum í Úganda og Sri Lanka?
Ríkisstjórnin þarf nauðsynlega að fara að hugsa skýrt og í lausnum. Það er ekki flókið. Koma þarf með tillögur sem spara skattgreiðendum peninga og leggja til hliðar, a.m.k. um sinn, hugmyndir sem auka útgjöld.
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 13:40
Gíslatakan mikla
"Hvert verður framhaldið ef Höskuldur ákveður samt að halda þessu í gíslingu inni í nefndinni?" Sagði blaðamaðurinn í samtali við Össur Skarphéðinsson í þessari frétt.
Það er með ólíkindum hversu hlutdrægur fréttamaðurinn leyfir sé að vera. Það hefði mátt búast við því að pólitískir andstæðingar Höskuldar leyfðu sér að líkja því við gíslatöku ef hann gerði ekki nákvæmlega það sem ríkisstjórnin ætlaðist til af honum, þ.e. að afgreiða málið út úr nefnd án þess að bíða eftir skýrslu sem menn greinir á hvort að skipti máli við skoðun á lagaumhverfi Seðlabankans.
Þótt skýrslan komi að sumra mati málinu ekkert við, enda fjallar hún bara um lagaumhverfi flestallra seðlabanka í Evrópu, þá getur það ekki verið fráleit afstaða að vilja bíða í einhverja daga með að afgreiða lagafrumvarp um Seðlabankann á meðan verið er að skoða umrædda skýrslu.
Af hverju er eins og fréttamaðurinn líti á það sem sjálfsagðan hlut að þingmaðurinn stimpli lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar gagnrýnislaust og taki það upp hjá sjálfri sér að líkja minnsta fráviki frá slíku við gíslatöku?
Höskuldur í háskaför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)